Innlent

Segja tillögur félagsmálaráðherra ófullnægjandi

Hagsmunasamtök heimilanna telja við fyrstu sýn þær tillögur sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráherra, kynnti í dag vera ófullnægjandi. Ákvörðun um greiðsluverkfall stendur því óhögguð, að fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.

Félagsmálaráðherra boðaði í dag almenna leiðréttingu verðtryggða og gengistryggðra lána, sértæka skuldaðlögun fyrir þá sem eru verr staddir og að endurbætur verði gerðar á greiðsluaðlögun. Úrræðin skiptast í þrjá liði og verða virk 1. nóvember.

Fram kemur í tilkynningunni að stjórn samtakanna hafi lengi beðið eftir að fram komi tillögur frá stjórnvöldum. „Stjórnin mun nú leggjast yfir tillögurnar og fylgiefni og fyrst að þeirri yfirlegu lokinni munu samtökin koma með ítarleg viðbrögð við innihaldi þeirra. Gera samtökin ráð fyrir að álit þeirra muni liggja fyrir fljótlega. En við fyrstu sýn telja samtökin að tillögurnar séu ófullnægjandi. Ákvörðun um greiðsluverkfall stendur því óhögguð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×