Innlent

Mynda þarf starfhæfa stjórn

Birkir Jón Jónsson
Birkir Jón Jónsson

„Ég er orðinn áhyggjufullur yfir þessari stöðu sem blasir við okkur,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. „Ríkisstjórnin virðist vægast sagt ekki standa traustum fótum, og hefur nú ekki gert það lengi að mati okkar margra.“ Trúlega hafi aldrei verið eins mikilvægt að búa við trausta ríkisstjórn og því þurfi stjórnarflokkarnir að fara að ræða almennilega saman og leysa sín vandamál.

Hann segir hugsanlegt að annað stjórnarmynstur sé heppilegra við þessar aðstæður. „Menn úr öllum flokkum verða að fara að setjast niður og ræða það hvernig koma má á starfhæfri ríkisstjórn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×