Innlent

Ungu fólki boðin aðstaða í Hinu Húsinu í stað Austurbæjarbíós

Austurbæjarbíó. Mynd/Arnþór
Austurbæjarbíó. Mynd/Arnþór
Ungmennum á aldrinum 16-25 ára hefur verið boðin aðstaða í Hinu Húsinu í stað Austurbæjarbíós. Aldrei stóð til að setja á laggirnar varanlega starfsemi í húsnæði Austurbæjarbíós, að fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

„Vegna frétta af starfsemi ungs fólks í Austurbæjarbíói í sumar er rétt að taka fram að Hitt Húsið, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, sem rekin er af Reykjavíkurborg, hefur boðið fram aðstöðu fyrir starfsemina sem þar fór fram," segir í tilkynningunni.

Ungmennin hafa í sumar og nú fram á haustið haft félagsaðstöðu og stað fyrir listsköpun í gamla Austurbæjarbíói í Reykjavík. Þetta var gert kjölfar samþykktar borgarráðs um miðstöð fyrir ungt fólk í atvinnuleit, Tugir ungmenna, jafnvel á annað hundrað, hafa nýtt aðstöðuna. Borgin hefur lagt til húsnæðið, fé til rifa og viðgerða og hluta launakostnaðar.

„Það stóð aldrei til að setja á laggirnar varanlega starfsemi í húsnæði Austurbæjarbíós, enda er Reykjavíkurborg ekki eigandi húsnæðisins og getur ekki við núverandi aðstæður tryggt starfsemina þar til frambúðar," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×