Innlent

Vill ríkisstjórn Samfylkingar, Sjálfstæðiflokks og Framsóknar

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. MYND/Pjetur
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að flokkur sinn myndi þriggja flokka ríkisstjórn með Samfylkingu og Framsóknarflokki. Hann vill að sjálfstæðismaður leiði þá stjórn. Þetta kom fram í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Jón sagði Vinstri græna hafa sýnt að flokkurinn væri óstjórntækur. „Ég held að hér verði að koma saman ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar í næstu viku.“

„Ég sé ekki nokkra aðra leið sem við getum farið,“ sagði þingmaðurinn. „Mér er algjörlega ómögulegt að skilja hvernig núverandi stjórn ætli að koma okkur út úr þessu öðruvísi en með að blása í glæður atvinnulífsins, reyna að afla okkur frekari tekna og skapa verðmæti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×