Innlent

Manni á sextugsaldri bjargað úr brennandi húsi á Akureyri

52 ára gömlum karlmanni var bjargað úr brennandi einbýlishúsi í Glerárhverfi á Akureyri í níunda tímanum í kvöld. Maðurinn var einn í húsinu þegar eldurinn kom upp og að sögn lögreglu var maðurinn með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Slökkvistarf stendur yfir en töluvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem er gamalt og stendur við Barmahlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×