Fleiri fréttir

Bessastaðir í biðstöðu hjá Jóhönnu

Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði og stendur og fellur með því hvort að þingflokkur VG samþykkir að fylkja sér að baki nýrrar breytingatillögu Icesave sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á næstu dögum. Fáist ekki stuðningur herma heimildir fréttastofu að Jóhanna Sigurðardóttir muni ganga á fund forseta Íslands og krefjast lausnar.

Ögmundi augljóslega stillt upp við vegg

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina vera komna í öngstræti og verði í raun að víkja. Hann furðar sig á því að Ögmundur Jónasson hafi sagt af sér ráðherraembætti og gefur sér að hann hafi verið beittur þrýstingi. Núna sé eini maðurinn sem er í takti við þjóðina í Icesavemálinu farinn úr ríkisstjórn.

Afsögn Ögmundar kom á óvart - fundar með Steingrími

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ögmundar Jónassonar hafi komið sér á óvart. Hún segir að Ögmundur hafi beðið um fundinn í morgun. Jóhanna segir að ekki sé búið að velja eftirmann Ögmunds, fyrst verði hún að ræða við Steingrím J. Sigfússon formann VG en fundur þeirra hófst klukkan eitt.

Þingflokkur VG fundar vegna afsagnar

Þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna eru á leiðinni á þingflokksfund. Þar verður væntanlega rætt um afsögn Ögmundar Jónassonar, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra nú í hádeginu.

Framsóknarmenn með tillögur í lánamálum Íslendinga

Framsóknarmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson voru staddir í Stjórnarráðinu á sama tíma og Ögmundur Jónasson sagði sig úr ríkisstjórninni. Höskuldur Þórhallsson varaformaður flokksins vildi lítið tjá sig um málið í samtali við vísi og vísaði á formanninn Sigmund Davíð. Höskuldur sagði þó að Ögmundur væri maður að meiri að hafa hætt í stjórninni.

Ögmundur hættur í ríkisstjórninni

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði af sér að loknum fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu fyrir stundu. Um leið lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við ríkisstjórn Samfylkingar og VG.

Framsóknarmenn til fundar við Jóhönnu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, gengu fyrir nokkrum mínútum á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu. Þeir vildu ekki tjá aig um efni fundarins við fréttastofu.

Ögmundur að biðjast lausnar?

Orðrómur er uppi um að Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra muni segja af sér ráðherradómi vegna andstöðu sinnar við Icesave málið. Hann hitti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á fundi í Stjórnarráðinu nú í hádeginu.

Katrín Jakobsdóttir: „Erfið ákvörðun“

„Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar og ég er ný í þessu starfi. Þess vegna reyndi ég að vanda mig eins og ég gat og tók mér góðann tíma í þetta," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við fréttastofu en hún skipaði Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra í dag.

Byko á Akranesi lokað - öllum sagt upp

Sigurður Egill Ragnarsson forstjóri Byko segir að ákveðið hafi verið að loka verslun fyrirtækisins á Akranesi en öllum starfsmönnum verslunarinnar var sagt upp í gærkvöldi. Versluninni verður lokað í lok næsta mánaðar en gripið er til aðgerðarinnar vegna mikils samdráttar í byggingariðnaði.

Tinna áfram í Þjóðleikhúsinu

Menntamálaráðherra hefur skipað Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára, frá og með 1. janúar 2010 en hún hefur gegnt stöðunni frá árinu 2004. Í tilkynningu frá menntamálaráðherra segir að við ákvörðunina hafi bæði verið tekið tillit til álits þjóðleikhúsráðs og viðtala við umsækjendur.

Tillögur ríkisstjórnar breyta engu - ætla samt í greiðsluverkfall

„Óljós úrræði til lausnar á skuldavanda heimilanna sem félagsmálaráðherra hefur kynnt skömmu fyrir boðað greiðsluverkfall breyta ekki forsendum verkfallsins,“ segir í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þeir boða því enn greiðsluverkfall þrátt fyrir boðaðar aðgerðir félagsmálaráðherra varðandi aðstoð við heimilin.

Íslenskur sendifulltrúi á Kyrrahafseyjunum

Rauði Krossinn á Íslandi er með íslenskan sendifulltrúa á Kyrrahafseyjunum þar sem flóðbylgja reið yfir í gærkvöldi og hefur orðið hátt í hundrað manns að bana. Þá hafa þúsundir misst heimili sín og margra er saknað.

Ekið út af og á fé

Erlendur ferðamaður missti stjórn á bifreið á Rauðasandsvegi milli Patreksfjarðar og Rauðasands í síðustu viku samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum. Maðurinn missti stjórn á bifreiðinni í lausamöl og hafnaði utan vegar.

Þingmenn Suðurkjördæmis funda í hádeginu

Alþingismenn Suðurkjördæmis ætla að að hittast í hádeginu til að átta sig á því hvort úrskurður umhverfisráðherra í gær, um mat á umhverfisáhrifum vegna raflínu á milli Hellisheiðar og Helguvíkur, gangi gegn stöðugleikasáttmálanum eða tefji á einhvern hátt byggingu álvers við Helguvík.

Guðmundur Gíslason nýr formaður

Guðmundur Gíslason sölumaður hlaut yfirburðakosningu í kjöri til formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur í gærkvöldi.

Ungmennahúsi lokað í dag

Húsi unga fólksins, gamla Austurbæjarbíói, verður lokað í dag, forvarnardaginn, samkvæmt ákvörðun borgaryfirvalda.

Ljósagangur reyndist frá fiskeldi

Lögreglan á Akureyri rannsakaði í nótt tilkynningar um dularfullan ljósagang á Eyjafirði. Við athugun kom í ljós að hann mátti rekja til fiskeldistjarna á firðinum og átti sér eðlilegar skýringar.

Braust inn í áfengisverslun

Brotist var inn i áfengisverslun ÁTVR við Stekkjarbakka í Reykjavík í nótt. Þar var karlmaður á ferð sem braut sér leið inn um glugga með því að brjóta rúðuna með gangstéttarhellu.

Stjórnin fellur ef ekki næst samstaða um Icesave-málið

Náist ekki samstaða um lyktir Icesave-málsins innan ríkisstjórnarflokkanna í vikunni er ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt. Þetta er mat Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur misst alla þolinmæði vegna málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Þakklátir fyrir að hafa vinnu

„Viðbrögðin eru mikill skilningur og líka órói,“ segir Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, um viðtökur starfsmanna á boðuðum breytingum á kjörum þeirra.

Næst verður tekið á yfirveðsetningunni

Vandinn sem fylgir skuldum sem heimilin ráða ekki við að borga af stendur í vegi fyrir endurreisn, og á því verður að taka, sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra á fundi um skuldastöðu heimilanna í gær.

Trukk sett í sameiningu sveitarfélaga

Kristján Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, og Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, hafa ákveðið að hefja vinnu við mótun tillagna um leiðir til frekari sameiningar sveitarfélaga. Er það liður í átaki til eflingar sveitarstjórnarstigsins.Undirrituðu þeir samkomulag þess efnis í gær.

Fullyrða að ný gjöld aftri endurreisn

„Samtök aðila í atvinnurekstri vara við þeirri skattastefnu stjórnvalda að leggja nýjar tegundir gjalda á atvinnureksturinn og hvetja til þess að megináherslan verði lögð á uppbyggingu og sköpun starfa,“ segir í ályktun Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

Bjóða upp á hugvekju við setningu Alþingis

Alþingi verður sett á fimmtudaginn en löng hefð er fyrir því að setningin hefjist með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Við síðustu þingsetningu varð breyting þar á þegar Siðmennt bauð þeim alþingismönnum sem ekki kjósa að ganga til kirkju upp á annan valkost.

Segir andstæðinga sína skemmdarvarga

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksisn ritar snarpann pistil á heimasíðu sína í kvöld. Þar fer hann yfir viðbrögð nokkurra ráðherra nú þegar íslendinga vantar sárlega erlenda fjárfestingu og útflutningstekjur eins og hann orðar það.

Lögreglan fann kókaín og stera

Fíkniefni fundust við húsleitir á tveimur stöðum í Grafarholti um helgina. Á öðrum staðnum var um að ræða hátt í 200 grömm af fíkniefnum, aðallega marijúana en einnig kókaín. Jafnframt var lagt hald á stera. Piltur um tvítugt hefur viðurkennt að eiga fíkniefnin en hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu í málum sem tengjast sölu og dreifingu fíkniefna. Á hinum staðnum fundust um 60 grömm af amfetamíni og einnig marijúana en í minna mæli. Eigandi fíkniefnanna er karl á þrítugsaldri en hann hefur sömuleiðis komið við sögu hjá lögreglu áður.

Beðinn að klippa út atriði úr heimildarmynd um hrunið

Helgi Felixsson sem frumsýnir á næstu dögum heimildarmyndina, Guð blessi Ísland, segist hafa verið beittur miklum þrýstingi frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sem hefur gert alvarlegar athugasemdir við viðtal sem birtist við sig í myndinni. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Hefur beðið um fund vegna löggæslumála

Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir fundi í alsherjarnefnd til þess að fara yfir þær hugmyndir er snúa að breytingum varðandi löggæslumál og sýslumannsembættin í landinu. Hún á ekki von á öðru en að Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður alsherjarnefndar bregðist vel við og fari yfir þessi mál.

„2007“ kom aldrei til heilbrigðisstarfsmanna

Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á heilbrigðisþjónustu landsmanna. Niðurskurður á fjárveitingum til sjúkrahúsa og annarrar heilbrigðisþjónustu skerðir þjónustu við alla sem þurfa á henni að halda. Niðurskurðurinn veldur stórauknu álagi á starfsfólk, með tilheyrandi eftirmálum; óbætanlegu heilsutjóni, kvíða og óöryggi. Er ekki mál að linni?

Gleymdi að kynna aðgerðaráætlun stjórnvalda

Félagsmálaráðherra gleymdi að kynna aðgerðaráætlun stjórnvalda um lækkun lána fyrir skilanefnd Kaupþings, sem á níutíu prósent húsnæðislána bankans. Hann viðurkennir að hafa gert mistök, en segir stefnt að því að kynna aðgerðirnar á morgun engu að síður.

Segir umhverfisráðherra ekki koma hreint fram

Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir útspil umhverfisráðherra að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu á milli Hellisheiða og Helguvíkur og annarra tengdra framkvæmda tefja áætlanir um orkuflutning. Með þessu sé umhverfisráðherra að setja álverið í Helguvík í hættu. Líkt og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur málinu verið vísað aftur til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og úrlausna.

Þjóðleikhússtjóri skipaður á morgun

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, skipar á morgun í stöðu Þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára. Í samtali við fréttastofu var Katrín þögul sem gröfin og vildi ekki gefa upp hvern hún muni skipa.

Líkfundamaður snýr aftur - aftur

Litháinn Tomas Malakauskas, sem var dæmdur í líkfundarmálinu á Neskaupstað árið 2005 er snúinn aftur til Íslands. Hann var gripinn á Leifsstöð þegar hann kom hingað til lands frá Danmörku 25. september.

Úrskurður umhverfisráðherra sigur fyrir náttúruvernd

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna úrskurði Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um að fella úr gildi þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu á milli Hellisheiði og Helguvíkur og öðrum tengdum framkvæmdum. Samtökin segja úrskurðinn sigur fyrir náttúruvernd.

Hannes Hólmsteinn mætir á þing ungs Samfylkingarfólks

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, verður meðal gesta á landsþingi Ungra jafnaðarmanna sem fer fram um helgina í Reykjavík. Á þinginu munu hann og Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, takast á í sérstökum kappræðum um hvaða hugmyndafræði eigi að hafa að leiðarljósi í uppbyggingu Íslands.

Svandís fellir ákvörðun Skipulagsstofnunar úr gildi

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu á milli Hellisheiði og Helguvíkur og öðrum tengdum framkvæmdum. Málinu hefur verið vísað aftur til Skipulagsstofnunar til efnilegrar meðferðar og úrlausnar.

Duftgarður vígður í Öskjuhlíð

Duftgarður á milli Perlunnar og Fossvogskirkjugarðs verður vígður næstkomandi föstudag. Hann hefur fengið nafnið Sólland. Framkvæmdir við garðinn hófust sumarið 2005 og hefur síðan verið haldið áfram eins og fjármagn hefur leyft, að fram kemur í tilkynningu. Tveir hólmar og fjögur skógarsvæði verða tekin í notkun í þessum fyrsta áfanga.

Kannast ekki við World Class vændiskonuna

„Þetta hefur aldrei komið upp og ég kannast ekkert við þetta,“ segir Dísa Jónsdóttir eigandi World Class en frétt birtist í dag á eyjan.is þar sem greint er frá því að heilsunuddari af erlendu bergi brotnu hafi stundað vændi inn á líkamsræktarstöð World Class. Samkvæmt fréttinni á stúlkan, sem á að vera á tvítugsaldri, að hafa starfað sem heilsunuddari.

Sjá næstu 50 fréttir