Innlent

Telur uppsögnina ólögmæta

Regína Höskuldsdóttir
Regína Höskuldsdóttir
„Við teljum þetta ólögmæta uppsögn, og það verður látið á þetta reyna," segir Regína Höskuldsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla.

Henni var sagt upp 16. ágúst síðastliðinn eftir ágreining við stjórn skólans. Henni var tjáð að uppsögnin væri í sparnaðarskyni. Regína segist nú vera að skoða næstu skref með lögfræðingi Kennarasambandsins, en segist þegar búin að ákveða að fara í hart við skólann vegna uppsagnarinnar.

Ekki náðist í formann stjórnar Landakotsskóla í gær.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×