Fleiri fréttir Öllu starfsfólki Alþjóðahússins sagt upp Framtíð Alþjóðahúss er í uppnámi eftir að öllum starfsmönnum var sagt upp í gær. Fjarhagsstaðan er það slæm ekki náðist að greiða starfsmönnum laun nú um mánaðarmótin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 1.9.2009 18:07 Féll niður af fjórðu hæð Karlmaður féll niður til jarðar af fjórðu hæð fjölbýlishúss í Árbæjarhverfi á sjötta tímanum í dag. Hann var fluttur með hraði á slysadeild og veitti lögregla sjúkrabifreið forgang. Tildrög slyssins eru óljós, að sögn lögreglu. 1.9.2009 17:41 Fimm bíla árekstur á Miklubraut Fimm bíla árekstur varð á Miklubraut, til móts við Stakkahlíð, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Búast má við einhverjum töfum vegna þessa. Ekki lítur út fyrir að slys hafi orðið á fólki en lögregla er mætt á staðinn. 1.9.2009 17:06 Pólsku þjófarnir áfram í gæsluvarðhald Hæstiréttur úrskurðaði í dag þrjá Pólverja í gæsluvarðhald til 4.september en þeir höfðu allir kært úrskurð héraðsdóms. Pólverjarnir eru taldir tilheyra skipulögðu gengi innbrotsþjófa sem grunað er um að hafa brotist inn á hundruð heimila síðustu vikur og mánuði. Lögreglan rannskar hvort þýfinu hafi verið smyglað úr landi. 1.9.2009 16:48 Magma-samningur gerður opinber Samningur Magma Energy við Orkuveitu Reykjavíkur var gerður opinber nú síðdegis. Fulltrúar Samfylkingar og VG í stjórn Orkuveitunnar óskuðu eftir því í gær að samningarnir yrðu gerðir opinber en sú tillaga var felld, að fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni. Í samningnum er ákvæði um trúnað við Magma. 1.9.2009 16:43 Erlendir Vítisenglar bíða úrskurðar dómsmálaráðuneytis Vítisenglar frá þremur löndum hafa kært Útlendingastofnun til dómsmálaráðuneytis fyrir að hindra för þeirra til Íslands í mars síðastliðnum. Alls bárust á annan tug kæra frá vítisenglum í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Samkvæmt Oddgeiri Einarssyni, lögfræðingi, þá var málið kært strax í mars. 1.9.2009 16:36 Fimmti hver hefur þurft á sérstökum úrræðum að halda Fimmti hver einstaklingur hefur þurft á sérstökum úrræðum að halda til að geta staðið skil á greiðslum vegna lána. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í júní og sagt er frá á heimasíðu sambandsins. 1.9.2009 16:03 Gataði fermingarstúlku á almenningssalerni Í tilkynningu frá lögreglunni er varað við netnotkun barna og rifjað upp mál sem kom inn á borð lögreglunnar í sumar. Þar komst stúlka á fermingaraldri í samband við mann í gegnum Netið og mæltu þau sér mót í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þau fóru síðan á almenningssalerni á staðnum en þar setti maðurinn lokk eða pinna í nafla stúlkunnar að hennar ósk. Nokkru síðar var kominn gröftur í naflann og þurfti stúlkan að leita til læknis og var fyrrnefndur hlutur fjarlægður úr naflanum. 1.9.2009 15:34 Fóstureyðingum fjölgar Á árinu 2008 voru skráðar 955 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi, sem er nokkuð meira en undanfarin ár (905 árið 2007). Þetta kemur fram á vef Landlæknis um fóstureyðingar á Íslandi. 1.9.2009 15:30 Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1.9.2009 15:00 Frambjóðendum Heimdallar úthýst af Facebook „Mér var líka hent út,“ segir Davíð Þorláksson, frambjóðandi til formanns Heimdallar, en andstæðingur hans og mótframbjóðandi, Árni Helgason, ritaði pistil á vefsvæði sitt þar sem hann tilkynnti að aðgangur hans á Facebook hefði verið afturkallaður. Í pistlinum grunaði hann að óprúttnir aðilar hefðu kvartað undan honum á þar til gerðum takka á Facebook síðu hans. 1.9.2009 14:26 Úthluta skólapökkum fyrir 500 börn Fjölskylduhjálp Íslands mun á morgun úthluta skólapökkum fyrir 500 börn að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns. Hún segir þetta vera afrakstur af söfnun nokkurra kvenna sem tóku sig til og stofnuðu svokallaða skólastoð. Pakkarnir komu í hús á sunnudagskvöldið en konurnar sjálfar munu úthluta pökkunum á morgun. 1.9.2009 14:12 Sjö af átta umsækjendum konur Átta umsækjendur eru um embætti prests í Hafnarjarðarpretstakalli, Kjalarnesprófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 27. ágúst en embættið veitist frá 1.október. Sjö af þessum átta umsækjendum eru konur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Biskupsstofu. 1.9.2009 13:55 Forsetinn ekki enn fengið Icesavelögin Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ekki enn fengið hin umdeildu Iög um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna inn á borð til sín en lögin voru samþykkt á Alþingi á föstudag. Forsetinn þarf að samþykkja lögin með undirskrift sinni líkt og öll önnur lög sem samþykkt eru á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forsetans hafa lögin ekki borist forsetanum og ekki er vitað hvenær svo verði. 1.9.2009 13:39 Tindur Jónsson: „Ég sé eftir þessu núna“ Aðalmeðferð fór fram vegna meintrar amfetamínverksmiðju sem fannst í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Tindur Jónsson hefur verið ákærður auk Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín og selja það. Jónas Ingi er einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum. 1.9.2009 12:22 Enn ekkert heyrst í Bretum og Hollendingum Engin formleg viðbrögð hafa enn borist frá Bretum og Hollendingum við ákvörðun Alþingis um að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave samningunum að viðbættum fyrirvörum. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist þó búast við að heyra frá stjórnvöldum þessara landa undir lok vikunnar. 1.9.2009 12:18 Villa í tölvukerfi fæðingaorlofssjóðs Símalínur fæðingarorlofssjóðsins hafa verið rauðglóandi í dag og í gær. Hátt í helmingur þeirra sem fá greiðslur úr fæðingarorlofssjóði fengu mun minna en þeir gerðu ráð fyrir um mánaðamótin. Ekki var gert ráð fyrir persónuafslætti hjá fólkinu, vegna villu í tölvukerfi. Til stendur að leiðrétta þetta síðdegis. 1.9.2009 12:11 Vilja samning við Magma upp á borðið Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að minnihlutinn í borgarstjórn muni á fundi síðar í dag krefjast þess að samningur Orkuveitunnar um sölu á hlut veitunnar í HS Orku til Magma Energy verði gerður opinber nú þegar. 1.9.2009 12:08 Fjórtán staðnir að hraðakstri í Grænutungu Lögreglan stóð fjórtán ökumenn að hraðakstri í Grænutungu í Kópavogi í gær en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. 1.9.2009 11:48 Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1.9.2009 11:45 Kristján hættur í forsætisráðuneytinu Kristján Kristjánsson, sem hefur starfað sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er hættur störfum hjá ráðuneytinu. 1.9.2009 11:23 Útivistartíminn breytist í dag Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag. Tólf ára börn og yngri mega frá þeim tíma vera úti til klukkan 20.00. 1.9.2009 11:17 Google tala íslenskum „Internet risastór Google tilkynnt mánudagur það var að bæta við níu fleiri tungumálum til Google Translate, sjálfvirk þýðing program." 1.9.2009 10:38 Hjartveik börn og foreldrar þeirra eru fórnarlömbin Guðrún Pétursdóttir, formaður styrktarsjóðs hjartveikra barna, segir í samtali við fréttastofu að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005. Fjórðungur sjóðsins gufaði upp í höndum Landsbankans. 1.9.2009 10:21 Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag. 1.9.2009 09:50 Sluppu ótrúlega vel eftir bílveltu Þrjú ungmenni sluppu ótrúlega vel, að sögn vitnis, eftir að bíll þeira valt þrjár til fjórar veltur út af Vatnsendavegi við Vífilsstaðavatn á tólfta tímanum í gærkvöldi. 1.9.2009 07:23 Mat- og drykkjarvörur hækka í dag Margar mat- og drykkjarvörur hækka í dag vegna vörugjalda stjórnvalda, sem upphaflega átti að vera sykurskattur. Lítri af ávaxtasafa hækkar til dæmis um 16 krónur en sykraðar mjólkurvörur lítið eða ekkert, nema hvað ís úr mjólk og rjóma hækkar. 1.9.2009 07:20 Ragnar SF með aflamet Hraðfiskibáturinn Ragnar SF frá Hornafirði setti aflamet smábáta í nýliðnum ágústmánuði, þegar hann veiddi rösklega tvö hundruð tonn í rúmlega tuttugu róðrum frá Seyðisfirði. 1.9.2009 07:12 Nýtt fiskveiðiár á miðnætti Nýtt fiskveiðiár hófst á miðnætti í skugga mikils niðurskurðar á kvótum mikilvægra tegunda. Mestu munar að ýsukvótinn á þessu fiskveiðiári verður heilum 30 þúsund tonnum minni en á síðasta fiskveiðiári, eða aðeins 63 þúsund tonn, samanborið við 93 þúsund tonn á nýliðnu fiskveiðiári. 1.9.2009 07:09 Orkan lækkar eldsneytisverð Bensínorkan lækkaði verð á bensíni og dísilolíu síðdegis í gær. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé gert vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og hækkandi gengis krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar, en olíuviðskipti fara fram í dollurum. 1.9.2009 07:07 Fimm í fangageymslum eftir innbrot Fimm menn gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hafa verið gripnir við innbrot í nótt. Einn hafði brotist inn í fyrirtæki við Gjáhellu í Hafnarfirði og fanst í hnipri undir fjórhjóli. 1.9.2009 07:03 Aðgerðir á ís vegna Icesave Hugsanleg aðkoma lífeyrissjóðanna að verklegum framkvæmdum er að mestu órædd og með öllu óákveðin. Annir starfsfólks fjármálaráðuneytisins vegna Icesave-málsins ráða þar mestu um en mikið álag var á ráðuneytisfólki við meðferð Alþingis á málinu. 1.9.2009 06:30 Barnaverndarmálum fjölgar um fimmtung Tilkynnt var um 17 prósentum fleiri börn til Barnaverndar Reykjavíkur fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Tilkynningum í heild fjölgaði um fjórðung. Mest er fjölgunin í Reykjavík en er þó talsverð um landið allt. 1.9.2009 06:00 Þeir sem fóru mjög geyst í góðærinu fái líka aðstoð Viðskiptaráðherra segir að eflaust komi til verulegra afskrifta. Eflaust finnist einhverjum það ósanngjarnt þegar þeir sem skuldsettu sig um of fái aðstoð. Bönkum kunni að koma vel að umbreyta erlendum lánum. 1.9.2009 06:00 Sviku sig inn í Vítisenglana Tugmilljónasvik út úr Íbúðalánasjóði eru talin hafa verið síðasta prófraunin sem vélhjólaklúbburinn Fáfnir þurfti að standast til að fá aðild að alþjóðasamtökum Hells Angels. Ríkislögreglustjóri vill banna klúbbinn. 1.9.2009 05:30 Deild fyrir einhverf börn stofnuð í haust Skólakerfið tekur ekki nægjanlegt tillit til ólíkrar getu og þroska barna, segir Margrét Pála Ólafsdóttir. Hjallastefnan opnar sérdeild fyrir einhverf börn árið 2010. „Frábærar fréttir,“ segir framkvæmdastjóri Umsjónarfélags einhverfra. 1.9.2009 05:30 Nauðgari krafinn um milljónatugi Eitt fórnarlamba nauðgarans Jóns Péturssonar hefur krafið hann um rúmlega tuttugu milljónir í skaðabætur fyrir hönd ólögráða sonar síns. Bótakrafan er til komin vegna andlegs skaða sem pilturinn varð fyrir þegar hann horfði upp á ofbeldi Jóns gegn móður hans. Pilturinn er metinn með 25 prósenta örorku vegna þess andlega áfalls sem hann varð fyrir. 1.9.2009 05:00 Þriðjungur er með skert laun Ríflega þriðjungur, eða 35 prósent þeirra sem eru í launaðri vinnu, hefur orðið fyrir því að laun eða starfshlutfall hefur verið skert frá hruni bankanna í október. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands í júní. Flestir eða rúmlega átján prósent hafa lent í launalækkun, hjá níu prósentum hefur vinnutími verið styttur og átta prósent hafa orðið fyrir annarskonar skerðingu. Þetta er mikil aukning frá því í desember 2008 þegar 21 prósent launafólks hafði orðið fyrir í slíkri skerðingu. 1.9.2009 04:45 Forstjóri skammar atvinnurekendur fyrir gagnrýnisleysi Forstjóri N1 telur að hagsmunasamtök atvinnurekenda ættu að beina sjónum inn á við í endurreisninni og gagnrýna eigin félaga þegar þeir brjóta lög. Framkvæmdastjóri SA segir þetta ekki hlutverk samtakanna. 1.9.2009 04:30 OR gekk að tilboði Magma í HS Orku Stjórnvöld vilja kaupa meirihluta í HS Orku. Geysir Green Energy á um 55 prósenta hlut en opinberir aðilar hafa ekki rætt við félagið um kaup á hlut þeirra. Ríkið, lífeyrissjóðir og sveitarfélög skoða kaup á meirihluta í HS Orku. 1.9.2009 04:30 Framlenging útboðs vegna símaþjónustu ógilt „Það eru gleðifréttir fyrir okkur að þetta ferli sé að virka,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um ógildingu kærunefndar útboðsmála á framlengingu útboðs Ríkiskaupa á fjarskiptaþjónustu fyrir Landspítalann. 1.9.2009 04:30 Eignarhald á kirkjum í ólestri Þinglýsingar á eignarhaldi kirkna og hlunnindum þeirra eru í miklum ólestri. Kirkjuráð hyggst nú freista þess að koma skikki á þessa hluti. 1.9.2009 04:15 Sjá næstu 50 fréttir
Öllu starfsfólki Alþjóðahússins sagt upp Framtíð Alþjóðahúss er í uppnámi eftir að öllum starfsmönnum var sagt upp í gær. Fjarhagsstaðan er það slæm ekki náðist að greiða starfsmönnum laun nú um mánaðarmótin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 1.9.2009 18:07
Féll niður af fjórðu hæð Karlmaður féll niður til jarðar af fjórðu hæð fjölbýlishúss í Árbæjarhverfi á sjötta tímanum í dag. Hann var fluttur með hraði á slysadeild og veitti lögregla sjúkrabifreið forgang. Tildrög slyssins eru óljós, að sögn lögreglu. 1.9.2009 17:41
Fimm bíla árekstur á Miklubraut Fimm bíla árekstur varð á Miklubraut, til móts við Stakkahlíð, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Búast má við einhverjum töfum vegna þessa. Ekki lítur út fyrir að slys hafi orðið á fólki en lögregla er mætt á staðinn. 1.9.2009 17:06
Pólsku þjófarnir áfram í gæsluvarðhald Hæstiréttur úrskurðaði í dag þrjá Pólverja í gæsluvarðhald til 4.september en þeir höfðu allir kært úrskurð héraðsdóms. Pólverjarnir eru taldir tilheyra skipulögðu gengi innbrotsþjófa sem grunað er um að hafa brotist inn á hundruð heimila síðustu vikur og mánuði. Lögreglan rannskar hvort þýfinu hafi verið smyglað úr landi. 1.9.2009 16:48
Magma-samningur gerður opinber Samningur Magma Energy við Orkuveitu Reykjavíkur var gerður opinber nú síðdegis. Fulltrúar Samfylkingar og VG í stjórn Orkuveitunnar óskuðu eftir því í gær að samningarnir yrðu gerðir opinber en sú tillaga var felld, að fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni. Í samningnum er ákvæði um trúnað við Magma. 1.9.2009 16:43
Erlendir Vítisenglar bíða úrskurðar dómsmálaráðuneytis Vítisenglar frá þremur löndum hafa kært Útlendingastofnun til dómsmálaráðuneytis fyrir að hindra för þeirra til Íslands í mars síðastliðnum. Alls bárust á annan tug kæra frá vítisenglum í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Samkvæmt Oddgeiri Einarssyni, lögfræðingi, þá var málið kært strax í mars. 1.9.2009 16:36
Fimmti hver hefur þurft á sérstökum úrræðum að halda Fimmti hver einstaklingur hefur þurft á sérstökum úrræðum að halda til að geta staðið skil á greiðslum vegna lána. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í júní og sagt er frá á heimasíðu sambandsins. 1.9.2009 16:03
Gataði fermingarstúlku á almenningssalerni Í tilkynningu frá lögreglunni er varað við netnotkun barna og rifjað upp mál sem kom inn á borð lögreglunnar í sumar. Þar komst stúlka á fermingaraldri í samband við mann í gegnum Netið og mæltu þau sér mót í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þau fóru síðan á almenningssalerni á staðnum en þar setti maðurinn lokk eða pinna í nafla stúlkunnar að hennar ósk. Nokkru síðar var kominn gröftur í naflann og þurfti stúlkan að leita til læknis og var fyrrnefndur hlutur fjarlægður úr naflanum. 1.9.2009 15:34
Fóstureyðingum fjölgar Á árinu 2008 voru skráðar 955 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi, sem er nokkuð meira en undanfarin ár (905 árið 2007). Þetta kemur fram á vef Landlæknis um fóstureyðingar á Íslandi. 1.9.2009 15:30
Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1.9.2009 15:00
Frambjóðendum Heimdallar úthýst af Facebook „Mér var líka hent út,“ segir Davíð Þorláksson, frambjóðandi til formanns Heimdallar, en andstæðingur hans og mótframbjóðandi, Árni Helgason, ritaði pistil á vefsvæði sitt þar sem hann tilkynnti að aðgangur hans á Facebook hefði verið afturkallaður. Í pistlinum grunaði hann að óprúttnir aðilar hefðu kvartað undan honum á þar til gerðum takka á Facebook síðu hans. 1.9.2009 14:26
Úthluta skólapökkum fyrir 500 börn Fjölskylduhjálp Íslands mun á morgun úthluta skólapökkum fyrir 500 börn að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns. Hún segir þetta vera afrakstur af söfnun nokkurra kvenna sem tóku sig til og stofnuðu svokallaða skólastoð. Pakkarnir komu í hús á sunnudagskvöldið en konurnar sjálfar munu úthluta pökkunum á morgun. 1.9.2009 14:12
Sjö af átta umsækjendum konur Átta umsækjendur eru um embætti prests í Hafnarjarðarpretstakalli, Kjalarnesprófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 27. ágúst en embættið veitist frá 1.október. Sjö af þessum átta umsækjendum eru konur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Biskupsstofu. 1.9.2009 13:55
Forsetinn ekki enn fengið Icesavelögin Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ekki enn fengið hin umdeildu Iög um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna inn á borð til sín en lögin voru samþykkt á Alþingi á föstudag. Forsetinn þarf að samþykkja lögin með undirskrift sinni líkt og öll önnur lög sem samþykkt eru á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forsetans hafa lögin ekki borist forsetanum og ekki er vitað hvenær svo verði. 1.9.2009 13:39
Tindur Jónsson: „Ég sé eftir þessu núna“ Aðalmeðferð fór fram vegna meintrar amfetamínverksmiðju sem fannst í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Tindur Jónsson hefur verið ákærður auk Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín og selja það. Jónas Ingi er einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum. 1.9.2009 12:22
Enn ekkert heyrst í Bretum og Hollendingum Engin formleg viðbrögð hafa enn borist frá Bretum og Hollendingum við ákvörðun Alþingis um að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave samningunum að viðbættum fyrirvörum. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist þó búast við að heyra frá stjórnvöldum þessara landa undir lok vikunnar. 1.9.2009 12:18
Villa í tölvukerfi fæðingaorlofssjóðs Símalínur fæðingarorlofssjóðsins hafa verið rauðglóandi í dag og í gær. Hátt í helmingur þeirra sem fá greiðslur úr fæðingarorlofssjóði fengu mun minna en þeir gerðu ráð fyrir um mánaðamótin. Ekki var gert ráð fyrir persónuafslætti hjá fólkinu, vegna villu í tölvukerfi. Til stendur að leiðrétta þetta síðdegis. 1.9.2009 12:11
Vilja samning við Magma upp á borðið Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að minnihlutinn í borgarstjórn muni á fundi síðar í dag krefjast þess að samningur Orkuveitunnar um sölu á hlut veitunnar í HS Orku til Magma Energy verði gerður opinber nú þegar. 1.9.2009 12:08
Fjórtán staðnir að hraðakstri í Grænutungu Lögreglan stóð fjórtán ökumenn að hraðakstri í Grænutungu í Kópavogi í gær en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. 1.9.2009 11:48
Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1.9.2009 11:45
Kristján hættur í forsætisráðuneytinu Kristján Kristjánsson, sem hefur starfað sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er hættur störfum hjá ráðuneytinu. 1.9.2009 11:23
Útivistartíminn breytist í dag Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag. Tólf ára börn og yngri mega frá þeim tíma vera úti til klukkan 20.00. 1.9.2009 11:17
Google tala íslenskum „Internet risastór Google tilkynnt mánudagur það var að bæta við níu fleiri tungumálum til Google Translate, sjálfvirk þýðing program." 1.9.2009 10:38
Hjartveik börn og foreldrar þeirra eru fórnarlömbin Guðrún Pétursdóttir, formaður styrktarsjóðs hjartveikra barna, segir í samtali við fréttastofu að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005. Fjórðungur sjóðsins gufaði upp í höndum Landsbankans. 1.9.2009 10:21
Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag. 1.9.2009 09:50
Sluppu ótrúlega vel eftir bílveltu Þrjú ungmenni sluppu ótrúlega vel, að sögn vitnis, eftir að bíll þeira valt þrjár til fjórar veltur út af Vatnsendavegi við Vífilsstaðavatn á tólfta tímanum í gærkvöldi. 1.9.2009 07:23
Mat- og drykkjarvörur hækka í dag Margar mat- og drykkjarvörur hækka í dag vegna vörugjalda stjórnvalda, sem upphaflega átti að vera sykurskattur. Lítri af ávaxtasafa hækkar til dæmis um 16 krónur en sykraðar mjólkurvörur lítið eða ekkert, nema hvað ís úr mjólk og rjóma hækkar. 1.9.2009 07:20
Ragnar SF með aflamet Hraðfiskibáturinn Ragnar SF frá Hornafirði setti aflamet smábáta í nýliðnum ágústmánuði, þegar hann veiddi rösklega tvö hundruð tonn í rúmlega tuttugu róðrum frá Seyðisfirði. 1.9.2009 07:12
Nýtt fiskveiðiár á miðnætti Nýtt fiskveiðiár hófst á miðnætti í skugga mikils niðurskurðar á kvótum mikilvægra tegunda. Mestu munar að ýsukvótinn á þessu fiskveiðiári verður heilum 30 þúsund tonnum minni en á síðasta fiskveiðiári, eða aðeins 63 þúsund tonn, samanborið við 93 þúsund tonn á nýliðnu fiskveiðiári. 1.9.2009 07:09
Orkan lækkar eldsneytisverð Bensínorkan lækkaði verð á bensíni og dísilolíu síðdegis í gær. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé gert vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og hækkandi gengis krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar, en olíuviðskipti fara fram í dollurum. 1.9.2009 07:07
Fimm í fangageymslum eftir innbrot Fimm menn gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hafa verið gripnir við innbrot í nótt. Einn hafði brotist inn í fyrirtæki við Gjáhellu í Hafnarfirði og fanst í hnipri undir fjórhjóli. 1.9.2009 07:03
Aðgerðir á ís vegna Icesave Hugsanleg aðkoma lífeyrissjóðanna að verklegum framkvæmdum er að mestu órædd og með öllu óákveðin. Annir starfsfólks fjármálaráðuneytisins vegna Icesave-málsins ráða þar mestu um en mikið álag var á ráðuneytisfólki við meðferð Alþingis á málinu. 1.9.2009 06:30
Barnaverndarmálum fjölgar um fimmtung Tilkynnt var um 17 prósentum fleiri börn til Barnaverndar Reykjavíkur fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Tilkynningum í heild fjölgaði um fjórðung. Mest er fjölgunin í Reykjavík en er þó talsverð um landið allt. 1.9.2009 06:00
Þeir sem fóru mjög geyst í góðærinu fái líka aðstoð Viðskiptaráðherra segir að eflaust komi til verulegra afskrifta. Eflaust finnist einhverjum það ósanngjarnt þegar þeir sem skuldsettu sig um of fái aðstoð. Bönkum kunni að koma vel að umbreyta erlendum lánum. 1.9.2009 06:00
Sviku sig inn í Vítisenglana Tugmilljónasvik út úr Íbúðalánasjóði eru talin hafa verið síðasta prófraunin sem vélhjólaklúbburinn Fáfnir þurfti að standast til að fá aðild að alþjóðasamtökum Hells Angels. Ríkislögreglustjóri vill banna klúbbinn. 1.9.2009 05:30
Deild fyrir einhverf börn stofnuð í haust Skólakerfið tekur ekki nægjanlegt tillit til ólíkrar getu og þroska barna, segir Margrét Pála Ólafsdóttir. Hjallastefnan opnar sérdeild fyrir einhverf börn árið 2010. „Frábærar fréttir,“ segir framkvæmdastjóri Umsjónarfélags einhverfra. 1.9.2009 05:30
Nauðgari krafinn um milljónatugi Eitt fórnarlamba nauðgarans Jóns Péturssonar hefur krafið hann um rúmlega tuttugu milljónir í skaðabætur fyrir hönd ólögráða sonar síns. Bótakrafan er til komin vegna andlegs skaða sem pilturinn varð fyrir þegar hann horfði upp á ofbeldi Jóns gegn móður hans. Pilturinn er metinn með 25 prósenta örorku vegna þess andlega áfalls sem hann varð fyrir. 1.9.2009 05:00
Þriðjungur er með skert laun Ríflega þriðjungur, eða 35 prósent þeirra sem eru í launaðri vinnu, hefur orðið fyrir því að laun eða starfshlutfall hefur verið skert frá hruni bankanna í október. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands í júní. Flestir eða rúmlega átján prósent hafa lent í launalækkun, hjá níu prósentum hefur vinnutími verið styttur og átta prósent hafa orðið fyrir annarskonar skerðingu. Þetta er mikil aukning frá því í desember 2008 þegar 21 prósent launafólks hafði orðið fyrir í slíkri skerðingu. 1.9.2009 04:45
Forstjóri skammar atvinnurekendur fyrir gagnrýnisleysi Forstjóri N1 telur að hagsmunasamtök atvinnurekenda ættu að beina sjónum inn á við í endurreisninni og gagnrýna eigin félaga þegar þeir brjóta lög. Framkvæmdastjóri SA segir þetta ekki hlutverk samtakanna. 1.9.2009 04:30
OR gekk að tilboði Magma í HS Orku Stjórnvöld vilja kaupa meirihluta í HS Orku. Geysir Green Energy á um 55 prósenta hlut en opinberir aðilar hafa ekki rætt við félagið um kaup á hlut þeirra. Ríkið, lífeyrissjóðir og sveitarfélög skoða kaup á meirihluta í HS Orku. 1.9.2009 04:30
Framlenging útboðs vegna símaþjónustu ógilt „Það eru gleðifréttir fyrir okkur að þetta ferli sé að virka,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um ógildingu kærunefndar útboðsmála á framlengingu útboðs Ríkiskaupa á fjarskiptaþjónustu fyrir Landspítalann. 1.9.2009 04:30
Eignarhald á kirkjum í ólestri Þinglýsingar á eignarhaldi kirkna og hlunnindum þeirra eru í miklum ólestri. Kirkjuráð hyggst nú freista þess að koma skikki á þessa hluti. 1.9.2009 04:15