Innlent

Aðgerðir á ís vegna Icesave

Reykjavíkurflugvöllur. Samgöngumiðstöð er meðal verkefna sem hugsanlegt er að lífeyrissjóðirnir fjármagni.fréttablaðið/vilhelm
Reykjavíkurflugvöllur. Samgöngumiðstöð er meðal verkefna sem hugsanlegt er að lífeyrissjóðirnir fjármagni.fréttablaðið/vilhelm

Hugsanleg aðkoma lífeyrissjóðanna að verklegum framkvæmdum er að mestu órædd og með öllu óákveðin.  Annir starfsfólks fjármálaráðuneytisins vegna Icesave-málsins ráða þar mestu um en mikið álag var á ráðuneytisfólki við meðferð Alþingis á málinu.

Í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar, sveitarfélaganna og aðila vinnumarkaðarins frá í sumar var stefnt að því að viðræðum ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna þar um yrði lokið í dag, 1. september.

Málið hefur rætt á einum sameiginlegum fundi viðræðunefndar stjórnvalda og aðgerðahóps lífeyrissjóðanna og á nokkrum fundum hvors hóps um sig.

Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að málið verði skoðað á næstu vikum. Mikilvægt sé að koma hlutunum af stað.

„Við höfum ekki enn skoðað tiltekin verkefni og viljum að starfshópur stjórnvalda leggi fram hugmyndir og tillögur sem við svo tökum afstöðu til,“ segir Arnar.

Meðal verkefna sem nefnd hafa verið sem álitleg fyrir lífeyrissjóðina að fjármagna eru uppbygging á Landspítalalóðinni, samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll, Vaðlaheiðargöng og Búðarhálsvirkjun.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×