Innlent

Guðfríður Lilja vill tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, lýsti yfir stuðningi við tvöfalda atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu á þingfundi í dag.

„Frú forseti. Ég treysti þjóð minni betur en þingi," sagði Guðfríður Lilja og sagðist hún vilja að þjóðin myndi segja hug sinn til málsins áður en lagt yrði af stað í aðildarviðræður.

Guðfríður Lilja sagðist vera einarður andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. En það væri betra fyrir einarða andstæðinga aðildar að vita til þess að þjóðarvilji væri fyrir því að fara út í aðildarviðræður ef út í þær væri farið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×