Innlent

Grunur um að skotið hefði verið á rúðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærmorgun tilkynningu um að skotið hefði verið á rúðu í verslun 10-11 í Sporhömrum í Grafarvogi um nóttina. Þegar lögregla kom á staðinn sá hún þriggja millimetra stórt gat sem benti til þess að skotið hefði verið með loftriffli á rúðuna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fundu lögreglumenn hins vegar ekki neitt sem líktist skotinu eða annað sem gæti staðfest grun þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×