Fékk sjokk þegar bæturnar skiluðu sér ekki Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 15. júlí 2009 12:48 Greiðslutékkar Mynd/GVA „Að stöðva svona greiðslu án neins fyrirvara er náttúrulega fáránlegt. Þú getur ímyndað þér sjokkið sem maður fær," segir Linda Magnúsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir sem þiggur atvinnuleysisbætur. Greiðslu bóta til hennar var frestað um síðustu mánaðamót, þar eð Linda hafði aðrar tekjur í marsmánuði samkvæmt samkeyrslu Vinnumálastofnunar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra. Tekjurnar reyndust vera mæðralaun að upphæð 16.300 krónur, sem ekki eru frádráttarbærar. Vinkona Lindu hefur sömu sögu að segja. „Ég var búin að plana að fara með krakkana mína upp í sumarbústað. Þegar maður lendir í svona frestun getur maður ekki greitt neina reikninga eða mat einu sinni. Maður vissi ekkert hvað maður átti að gera," segir Linda. Hún bendir á að bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp séu farin í sumarfrí, svo hún hafi verið farin að örvænta um hvernig hún ætti að fæða börnin sín. Hún segist hafa átt erfitt með að ná sambandi við Vinnumálastofnun til að fá skýringar á greiðslufrestuninni. Hún er afar ósátt og bætir við að hún hafi ekki fengið neina afsökunarbeiðni eða skýringu frá stofnuninni. Loks fékk Linda þó greitt seinnipartinn á föstudag þriðja júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru þó hundrað til tvöhundruð manns sem ekki fengu greitt fyrr en sjötta júní, tæpri viku eftir að greiðslurnar áttu að berast. Aðspurð segist Linda telja að það hafi komið illa við marga. Sjálf sé hún í mínus í byrjun hvers mánaðar. „Ímyndaðu þér að vera einn með fjögur börn og þurfa að greiða reikninga og eiga pening fyrir mat. Ef þú gætir ekki fætt börnin þín - hvernig myndi þér líða ef þú treystir á þessar greiðslur og missir þær án fyrirvara?" segir Linda að lokum. Tengdar fréttir 1700 manns lentu í frestun atvinnubótagreiðslu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir allt að sautjánhundruð manns hafa lent í frestun atvinnubótagreiðslu um síðustu mánaðamót. Vinnumálastofnun keyrði saman upplýsingar sínar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra til að koma upp um óútskýrðar tekjur. 15. júlí 2009 13:35 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Að stöðva svona greiðslu án neins fyrirvara er náttúrulega fáránlegt. Þú getur ímyndað þér sjokkið sem maður fær," segir Linda Magnúsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir sem þiggur atvinnuleysisbætur. Greiðslu bóta til hennar var frestað um síðustu mánaðamót, þar eð Linda hafði aðrar tekjur í marsmánuði samkvæmt samkeyrslu Vinnumálastofnunar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra. Tekjurnar reyndust vera mæðralaun að upphæð 16.300 krónur, sem ekki eru frádráttarbærar. Vinkona Lindu hefur sömu sögu að segja. „Ég var búin að plana að fara með krakkana mína upp í sumarbústað. Þegar maður lendir í svona frestun getur maður ekki greitt neina reikninga eða mat einu sinni. Maður vissi ekkert hvað maður átti að gera," segir Linda. Hún bendir á að bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp séu farin í sumarfrí, svo hún hafi verið farin að örvænta um hvernig hún ætti að fæða börnin sín. Hún segist hafa átt erfitt með að ná sambandi við Vinnumálastofnun til að fá skýringar á greiðslufrestuninni. Hún er afar ósátt og bætir við að hún hafi ekki fengið neina afsökunarbeiðni eða skýringu frá stofnuninni. Loks fékk Linda þó greitt seinnipartinn á föstudag þriðja júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru þó hundrað til tvöhundruð manns sem ekki fengu greitt fyrr en sjötta júní, tæpri viku eftir að greiðslurnar áttu að berast. Aðspurð segist Linda telja að það hafi komið illa við marga. Sjálf sé hún í mínus í byrjun hvers mánaðar. „Ímyndaðu þér að vera einn með fjögur börn og þurfa að greiða reikninga og eiga pening fyrir mat. Ef þú gætir ekki fætt börnin þín - hvernig myndi þér líða ef þú treystir á þessar greiðslur og missir þær án fyrirvara?" segir Linda að lokum.
Tengdar fréttir 1700 manns lentu í frestun atvinnubótagreiðslu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir allt að sautjánhundruð manns hafa lent í frestun atvinnubótagreiðslu um síðustu mánaðamót. Vinnumálastofnun keyrði saman upplýsingar sínar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra til að koma upp um óútskýrðar tekjur. 15. júlí 2009 13:35 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
1700 manns lentu í frestun atvinnubótagreiðslu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir allt að sautjánhundruð manns hafa lent í frestun atvinnubótagreiðslu um síðustu mánaðamót. Vinnumálastofnun keyrði saman upplýsingar sínar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra til að koma upp um óútskýrðar tekjur. 15. júlí 2009 13:35