Innlent

Sló tæp tíu klukknahljóð á flokkssystur sína

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ásta Ragnheiður, forseti Alþingis, í þinginu.
Ásta Ragnheiður, forseti Alþingis, í þinginu.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sýndi enn fylgni við rétt fundarsköp í dag þegar hún notaði þingklukkuna tæplega tíu sinnum á flokksystur sína, Ólínu Þorvarðardóttur, undir umræðum um fundarstjórn forseta.

Ólína hafði ætlað að nota þann dagskrárlið til að svara spurningu sem hún var spurð undir liðnum störf þingsins. Það þótti forseta fara á svig við fundarsköp og lýsti því yfir að ræða þingmannsins félli ekki undir fundarstjórn forseta og sló ákaft á bjölluna á meðan.

Flest hefur forseti slegið um 23 klukknahljóð á einn ræðumann, en það var við svipað tækifæri. Þá þótti henni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður framsóknar, fara of langt út fyrir efnið þegar hann ræddi Icesavedeiluna undir liðnum fundarstjórn forseta.

Upptöku af uppákomunni í dag má hlusta á hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×