Innlent

Flest umferðaróhöpp á Miklubraut

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flest umferðaróhöpp verða á Miklubrautinni ef marka má tölur frá Forvarnarhúsi Sjóvá. Mynd/ Villi.
Flest umferðaróhöpp verða á Miklubrautinni ef marka má tölur frá Forvarnarhúsi Sjóvá. Mynd/ Villi.
Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í fyrra urðu á Miklabrautinni, en þar urðu rúmlega 500 tjón og 110 manns slösuðust.

Næst flest umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbrautinni eða rösklega 400. Á Reykjanesbrautinni slösuðust hins vegar flestir í fyrra eða 145. Þetta kemur fram í skýrslu um umferðartjón á árinu 2008 sem Forvarnarhús Sjóvár birti á vefsíðu Sjóvár.

Í skýrslunni kemur fram að áætlaður heildarkostnaður tryggingafélaganna vegna Miklubrautarinner einnar og sér er 290 milljónir króna en ef samfélagslegum kostnaði er bætt við fer sú tala ekki undir 640 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×