Innlent

Búið að kynna landbúnaðarskýrslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir vill opinbera upplýsingar í skýrslunni. Mynd/ Vilhelm.
Vigdís Hauksdóttir vill opinbera upplýsingar í skýrslunni. Mynd/ Vilhelm.
Búið er að kynna skýrslu um stöðu landbúnaðarins við inngöngu í Evrópusambandsins fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, en það var gert á fundi nefndarinnar eftir hádegi. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þó að hálftrúnaður um skýrsluna því að þeir þingmenn sem hafa séð skýrsluna eru bundnir trúnaði um hana.

Vigdís kallaði eftir nærveru forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra við umræður um þingsályktunartillöguna á Alþingi í dag. „Hefur þetta fólk ekki áhuga á þessu máli - eða hlustar það ekki á rök," segir Vigdís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×