Fleiri fréttir

Smituðust af svínaflensu innanlands

Síðasta sólarhringinn hafa greinst fjögur tilfelli á Íslandi með nýju inflúensuna, oft kölluð Svínaflensa og eru inflúensutilfellin því orðin 15 samtals frá því í maí.

Neita að hafa staðið að amfetamínframleiðslu

Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson neita því báðir að hafa staðið að amfetamínframleiðslu við Rauðhellu í Hafnarfirði í október 2008. Málið gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Mennirnir játa hins vegar að

„Við erum ekki einu sinni reiðir lengur, við erum bara orðnir þreyttir“

„Niðurskurðurinn eru 51,1 milljón og því verður ekki náð nema með stórfelldum niðurskurði á yfirvinnu og með því að segja starfsfólki upp," segir Snorri Magnússon, formaður Landsamabands lögreglumanna en Vísir sagði frá áhyggjufullum lögreglumanni í morgun sem sendi fréttastofu bréf þar sem hann lýsti erfiðu starfsumhverfi lögreglumanna.

Brotist inn á tveggja og hálfs tíma fresti

Talsverð fjölgun hefur orðið í hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrotum í júnímánuði samanborið við sama tíma í fyrra samkvæmt afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra. Mest er fjölgun hegningarlagabrota, en þau hafa ekki verið fleiri í júnímánuði fimm ár.

Þróunarsamvinnu Íslendinga og Namibíumanna að ljúka

Tuttugu ára þróunarsamvinnu Íslendinga og Namibíumanna lýkur í lok næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa formlega tilkynnt stjórnvöldum í Namibíu að ekki sé unnt að verða við óskum þeirra um framlengingu á samstarfssamningi milli þjóðanna

Viðgerðir á Hallgrímskirkju ræddar á ríkisstjórnarfundi

Viðgerðir á Hallgrímskirkju voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Umfangsmiklar framkvæmdir hafa verið í gangi á kirkjunni á liðnum mánuði og greindi Fréttablaðið frá því í júní síðastliðnum að þær stefndu í að kosta nær tvöfalt meira en upphaflega var talið. Hefðu Reykjavíkurborg og ríkið því verið

Eigandi vegatálmajeppa: Hugsaði bara um öryggi almennings

„Hann var beðinn um að jeppinn yrði notaður sem vegatálmi og það var ekkert mál," segir Ásthildur Ragnarsdóttir, eigandi annarrar bifreiðarinnar sem stóð til að nota til að stöðva bílþjófinn í Hvalfirði á sunnudag.

Neyðarkall frá lögreglumanni

Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Loðunveiðar lofa góðu

Loðnu verður nú vart í afla uppsjávarskipanna, sem eru á síldveiðum djúpt norður af Langanesi. Skipin hafa ekki gert vísindalega mælingu á magni loðnunnar, en skipstjórarnir segja þetta lofa góðu um loðnuveiði síðar á árinu.

Illa stödd á árabát

Fólk á árabáti lenti í vandræðum á Apavatni, sunnan við Laugarvatn í gærkvöldi, þegar önnur árin brotnaði og báturinn fór að reka út á vatnið undan vindstrekkingi.

Elsti lundinn falsaður?

Uppi er fótur og fit í Vestmannaeyjum vegna fréttar breska ríkisútvarpsins BBC í gær þess efnis að breskir fuglafræðingar hafi fundið elsta lunda í Evrópu á eyju við Skotlandsstrendur.

Brennisteinslykt úr Jökulsá

Mikil brennisteinslykt hefur verið úr Jökulsá á Sólheimasandi, eða Fúlalæk, að undanförnu, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Fíkniefnaakstur á Akureyri

Tveir ökumenn voru teknir úr umferð á Akureyri í gærkvöldi, grunaðir um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna.

Sluppu naumlega úr bruna

Fimm manns, þar af tvö börn, sluppu ómeidd þegar eldur kviknaði í sumarbústað í Munaðarnesi laust fyrir klukkan sex í morgun. Fólkið vaknaði við reykskynjara og var þá töluverður reykur í bústaðnum.

Eldur kviknaði aftur og aftur

Eldur gaus upp aftur og aftur fram á kvöld í gamla fjölbýlishúsinu við Aðalstræti á Akureyri, þar sem eldur kviknaði upphaflega um miðjan dag í gær.

Ungir framsóknarmenn segja nei við Icesave

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á Alþingi að samþykkja ekki lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um uppgjör vegna Icesave-skuldbindinga Landsbankans.

Dýrustu kortin á Akureyri

Árskort í sund eru dýrust í Sundlaug Akureyrar af þeim sex sundlaugum sem Neytendasamtökin könnuðu verðið hjá nýverið. Árskortið kostar 29.500 krónur á Akureyri, 69 prósentum meira en þar sem það var ódýrast, í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Borgarnesi.

Þetta leysir mörg vandamál

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ánægður með niðurstöðuna, enda leysi hún margvísleg vandamál, til dæmis við mat kröfuhafa á uppgjörum bankanna.

Vonbrigði segir orkumálastjóri

Annað tveggja fyrirtækja sem sótti um leyfi til rannsókna og vinnslu olíu á Drekasvæðinu hefur dregið umsókn sína til baka.

Vilja bílprófsaldur í átján ár í áföngum

Bílprófsaldurinn verður hækkaður í átján ár, og leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanna lækkar um meira en helming nái breytingar sem nefnd samgönguráðherra vill gera á umferðar­lögum fram að ganga.

Stjórnarandstaða efast um álit Seðlabankans

Stjórnarandstaðan vill að hagfræðistofnun Háskóla Íslands geri óháða úttekt á fylgigögnum fjármálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands, í skýrslu um Icesave-málið.

Óvissa um aðkomu kröfuhafa

„Það er búið að fastsetja valkostina og óvissunni er eytt með þessu samkomulagi,“ segir Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis.

Ríflega þrjú þúsund skátar efna til þings

Rúmlega 3.100 skátar frá 44 löndum eru nú samankomnir á Íslandi til þess að taka þátt í Roverway-skátamótinu. Skátarnir eru á aldrinum 16 til 22 ára, en auk þeirra er mikill fjöldi starfsmanna og sveitaforingja. Stærstu hóparnir koma frá Spáni, Portúgal, Ítalíu og Frakklandi, og litlir skátahópar komu til dæmis frá Hong Kong, Mexíkó og Ástralíu.

Kostnaður ríkisins 271 milljarður króna

Framlag íslenska ríkisins til endur­fjármögnunar bankanna þriggja nemur 271 milljarði króna. Fjármagnið verður lagt til bankanna þann 14. ágúst næstkomandi.

Gott að fá kröfuhafana að

„Við höfum talað fyrir því að það væri æskilegt að hleypa erlendum kröfuhöfum að eignarhaldi í bönkunum og það er vonandi loksins að gerast núna,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar­flokksins.

„Með ólíkindum hvernig heilt bankakerfi varð ræningjavætt“

„Það hefði ekki verið hægt að ná þessum samningum strax í haust þar sem menn vissu ekki hvað þeir höfðu í höndunum. Nú er ákveðinni óvissu eytt í bankakerfinu og tími til að gera hlutina á faglegum forsendum. Það er með ólíkindum hvernig heilt bankakerfi varð ræningjavætt,“ segir Vilhjálmur Bjarnason,

Fólk í árabát í sjálfheldu við Apavatn

Lögreglan á Selfossi, björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni og hjálparsveitn Tintron, voru kölluð að Apavatni nú um sjö leytið til að aðstoða fólk um borð í árabát, eftir að bátinn rak frá landi.

Bílaræningi á langan brotaferil að baki

Maðurinn sem velti stolinni Toyota Yaris bifreið í Hvalfirðinum í gærkvöld, eftir mikla eftirför, hlaut nýverið fangelsisdóm fyrir nokkur refsilagabrot. Þar með talið árás á lögreglumann. Hann olli mikilli hættu með ökulagi sínu í gær.

Elsti lundi í Evrópu fannst í Vestmannaeyjum

Nýjustu tíðindi herma að elsti lundinn sem fundist hefur í Vestmannaeyjum sé í það minnsta 38 ára gamall. Þetta segja þau Hálfdán Helgason og Elínborg Sædís Pálsdóttir, líffræðingar hjá Náttúrustofu Suðurlands. Það var Óskar J. Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða sem merkti lundann. Þetta kemur fram í eyjafréttum.

Réttað yfir meintum höfuðpaur í Papeyjarsmygli utan Íslands?

Hollendingurinn sem talinn er höfuðpaurinn í Papeyjarmálinu svokallaða gæti sloppið við réttarhald hér á landi verði frávísunarkrafa í máli hans samþykkt í Hæstarétti. Sleppi hann við réttarhald verður að öllum líkindum réttað yfir honum í Hollandi eða Belgíu.

Fjölmiðlar um allan heim fjalla um endurfjármögnun bankanna

„Íslensku bankarnir eru að rísa eins og Fönix úr öskunni,“ sagði viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC, í inngangi að viðtali við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um endurfjármögnun íslensku bankanna. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um málið.

Samtök atvinnulífsins sátt við erlent eignarhald bankanna

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með aðkomu erlendra aðila að íslensku bönkunum sé fyrsta skrefið tekið í þá átt að tryggja traust á efnahagslífinu á nýan leik. Samkomulagið hafi í för með sér að erlendir kröfuhafar gangi í lið með Íslandi.

Mikið um hraðakstur um helgina

Nokkuð bar á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu um helgina en lögreglan stöðvaði för allmargra ökumanna fyrir þær sakir. Ökufantarnir voru teknir víðsvegar í umdæminu en grófasta brotið var framið á Hringbraut í Reykjavík en þar ók hálfþrítugur karl bifhjóli á 130 km hraða.

Allt tiltækt slökkvilið kallað að Aðalstræti

Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Aðalstræti 13 á Akureyri þegar eldur braust þar út á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var um töluvert mikill eld að ræða og lagði gríðarlegan reyk frá honum. Fjórar íbúðir eru í húsinu en ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hættu vegna eldsins.

Þota nauðlenti í Keflavík vegna reyks í flugstjórnarklefa

Boeing-767 nauðlenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan þrjú vegna reyks í stjórnklefanum. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar auk slökkviliðsins á Suðurnesjum voru í viðbragðsstöðu. Viðbúnaðarstigið er kallað - hættustig stórt, en varðstjóri sagði að um hefðibundnar ráðstafanir væri að ræða. Um 200 manns voru um borð í flugvélinni sem er á vegum United Airlines.

Segir skilanefndarfólk verða voldugustu menn landsins

„Þetta verða voldugustu menn Íslands," segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, um nefndarmenn skilanefnda gömlu bankanna. Hún gagnrýnir ýmislegt við samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, en Eygló var viðstödd fundinn og bar upp spurningar ásamt fjölmiðlum.

Bjarni fagnar samningum um bankana

„Það sem við höfum lagt áherslu á varðandi endurreisn bankanna er að lágmarka áhættu ríkisins," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um samninga sem ríkið og skilanefndir bankanna hafa kynnt vegna endurreisnar bankakerfisins.

Bílþjófur í skýrslutöku

Maðurinn, sem lögregla stöðvaði í gær eftir að hafa ekið óðsmannsakstri um Hvalfjörðinn á stolnum bíl, er nú í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Vann forritunarkeppni og fékk vinnu

Metfjöldi tók þátt í forritunarkeppni TM Software en fyrstu verðlaunin eru sumarstarf hjá fyrirtækinu. Alls tóku 63 keppendur þátt að þessu sinni.

Boðið upp á þyrluferðir til Vestmannaeyja

Norðurflug býður upp á þyrluflug frá Bakka til Vestmannaeyja yfir Þjóðhátíð í eyjum um verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram á vefsíðu eyjamanna, eyjar.net.

Sjá næstu 50 fréttir