Innlent

Dýrustu kortin á Akureyri

Árskortin voru ódýrust í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Borgarnesi.
Árskortin voru ódýrust í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Borgarnesi. Fréttablaðið/GVA
Árskort í sund eru dýrust í Sundlaug Akureyrar af þeim sex sundlaugum sem Neytendasamtökin könnuðu verðið hjá nýverið. Árskortið kostar 29.500 krónur á Akureyri, 69 prósentum meira en þar sem það var ódýrast, í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Borgarnesi.

Verðið á Akureyri hafði hækkað um 2.200 krónur milli ára, en hinar sundlaugarnar voru með óbreytt verð. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×