Innlent

Viðgerðir á Hallgrímskirkju ræddar á ríkisstjórnarfundi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steypuskemmdir í turni Hallgrímskirkju eru sagðar vera miklu meiri en upphaflega var talið. Mynd/ Arnþór.
Steypuskemmdir í turni Hallgrímskirkju eru sagðar vera miklu meiri en upphaflega var talið. Mynd/ Arnþór.
Viðgerðir á Hallgrímskirkju voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Umfangsmiklar framkvæmdir hafa verið í gangi á kirkjunni á liðnum mánuði og greindi Fréttablaðið frá því í júní síðastliðnum að þær stefndu í að kosta nær tvöfalt meira en upphaflega var talið. Hefðu Reykjavíkurborg og ríkið því verið beðin um að auka framlag sitt til kirkjunnar til endurbótanna.

Annars bar helst til tíðinda á ríkisstjórnarfundi umræður um nefnd á vegum félags- og tryggingamálaráðherra um endurmat á löggjöf og bætta stöðu skuldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×