Innlent

Sluppu naumlega úr bruna

Fimm manns, þar af tvö börn, sluppu ómeidd þegar eldur kviknaði í sumarbústað í Munaðarnesi laust fyrir klukkan sex í morgun. Fólkið vaknaði við reykskynjara og var þá töluverður reykur í bústaðnum. Það forðaði sér út og reyndi karlmaður úr hópnum að slökkva eldinn með vatni og síðan með slökkvitæki úr næsta bústað, en náði aðsiens að halda eldinum í skefjum. Slökkviliðið í Borgarnesi kom brátt á vettvang og logaði þá talsverður eldur undir palli við bústaðinn og undir bústaðnum sjálfum að hluta. Þá var rúða sprungin af hita og segir lögreglan í Borgarnesi að aðeins hafi munað hársbreidd að bústaðurinn heði fuðrað upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×