Innlent

Illa stödd á árabát

Fólk á árabáti lenti í vandræðum á Apavatni, sunnan við Laugarvatn í gærkvöldi, þegar önnur árin brotnaði og báturinn fór að reka út á vatnið undan vindstrekkingi. Lögreglan á Selfossi kallaði á björgunarsveitarmenn, sem fóru á slöngubáti og sóttu fólkið og bátinn. Ekkert amaði að fólkinu, nema hvað því var eitthvað brugðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×