Innlent

Þetta leysir mörg vandamál

Pétur H. Blöndal
Pétur H. Blöndal
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ánægður með niðurstöðuna, enda leysi hún margvísleg vandamál, til dæmis við mat kröfuhafa á uppgjörum bankanna.

Sjálfur kynnti Pétur hugmynd að svipaðri lausn fyrir um hálfu ári.

„Með þessu kemur erlent eigið fé í bankana, sem ætti að bæta stöðu krónunnar, aukið lánstraust og erlend þekking á bankarekstri.“

Þá segir Pétur að við þessa formbreytingu færist meginhluti atvinnulífsins aftur undan opinberri forsjá sem forðar því frá hættunni á pólitískum afskiptum. - bþs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×