Þróunarsamvinnu Íslendinga og Namibíumanna að ljúka Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júlí 2009 11:35 Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ, hefur afhent yfirmanni NPC svarbréf frá utanríkisráðherra. Mynd/ GVA Tuttugu ára þróunarsamvinnu Íslendinga og Namibíumanna lýkur í lok næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa formlega tilkynnt stjórnvöldum í Namibíu að ekki sé unnt að verða við óskum þeirra um framlengingu á samstarfssamningi milli þjóðanna um þróunarsamvinnu. Samstarfsþjóðum Íslendinga í tvíhliða þróunarsamvinnu fækkar því um helming á tveimur árum, úr sex í þrjár, en þegar hefur umdæmissskrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á Srí Lanka verið lokað og þessa dagana er verið að loka skrifstofunni í Níkaragva. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Þróunarsamvinnustofnun. „Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ afhenti fyrir skömmu yfirmanni NPC, skrifstofu á vegum embættis forseta Namibíu, svarbréf frá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra við beiðni um að samstarfssamningur þjóðanna yrði framlengdur. Þar kemur fram að vegna efnahagsástandsins í kjölfar bankahrunsins væri íslenska ríkisstjórnin nauðbeygð til þess að gera mikið átak til lækkunar ríkisútgjalda sem óhjákvæmilega kæmi niður á getu þjóðarinnar til þess að veita þróunaraðstoð. Sighvatur skýrði jafnframt frekari ástæður þess að Íslendingar yrðu að hætta formlegri þróunaraðstoð við Namibíu í árslok 2010 en hét því að standa við allar skuldbindingar og fyrirheit um framkvæmd samningsbundinna verkefna," segir í tilkynningunni. Farið hefur verið fram á það við íslensku starfsmennina tvo sem starfa í Namibíu á vegum ÞSSÍ, Vilhjálm Wiium umdæmisstjóra og Davíð Bjarnason verkefnisstjóra félagslegra verkefna, að þeir starfi út samningstímann. Íslendingar hófu þróunarsamvinnu við Namibíu sama ár og landið fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku, árið 1990. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Tuttugu ára þróunarsamvinnu Íslendinga og Namibíumanna lýkur í lok næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa formlega tilkynnt stjórnvöldum í Namibíu að ekki sé unnt að verða við óskum þeirra um framlengingu á samstarfssamningi milli þjóðanna um þróunarsamvinnu. Samstarfsþjóðum Íslendinga í tvíhliða þróunarsamvinnu fækkar því um helming á tveimur árum, úr sex í þrjár, en þegar hefur umdæmissskrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á Srí Lanka verið lokað og þessa dagana er verið að loka skrifstofunni í Níkaragva. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Þróunarsamvinnustofnun. „Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ afhenti fyrir skömmu yfirmanni NPC, skrifstofu á vegum embættis forseta Namibíu, svarbréf frá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra við beiðni um að samstarfssamningur þjóðanna yrði framlengdur. Þar kemur fram að vegna efnahagsástandsins í kjölfar bankahrunsins væri íslenska ríkisstjórnin nauðbeygð til þess að gera mikið átak til lækkunar ríkisútgjalda sem óhjákvæmilega kæmi niður á getu þjóðarinnar til þess að veita þróunaraðstoð. Sighvatur skýrði jafnframt frekari ástæður þess að Íslendingar yrðu að hætta formlegri þróunaraðstoð við Namibíu í árslok 2010 en hét því að standa við allar skuldbindingar og fyrirheit um framkvæmd samningsbundinna verkefna," segir í tilkynningunni. Farið hefur verið fram á það við íslensku starfsmennina tvo sem starfa í Namibíu á vegum ÞSSÍ, Vilhjálm Wiium umdæmisstjóra og Davíð Bjarnason verkefnisstjóra félagslegra verkefna, að þeir starfi út samningstímann. Íslendingar hófu þróunarsamvinnu við Namibíu sama ár og landið fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku, árið 1990.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira