Fleiri fréttir Ný gjaldeyrislög leggja hömlur á flutning fjár úr landi Stjórnendur útflutningsfyrirtækja eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi ef þeir skila ekki heim gjaldeyri, sem aflað er erlendis og hömlur verða lagðar á flutning fjármuna úr landi, samkvæmt frumvarpi, sem samþykkt var á Alþingi á fimmta tímanum í nótt og öðlast þegar gildi. 28.11.2008 07:09 550 milljóna niðurskurður hjá RÚV Skorið verður niður um 550 til 600 milljónir króna í rekstri Ríkisútvarpsins ohf. vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp störfum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 28.11.2008 07:00 Vonar að eignir gangi upp í skuldirnar „Sjóðurinn gerir ráð fyrir ýmsum breytum í sinni áætlun sem hann segir að sé ekki endilega víst að gangi eftir. Þeir taka þessa tölu sjálfsagt til að vera ekki um of bjartsýnir og gera kannski ráð fyrir hinu versta,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. 28.11.2008 06:30 Óvissa um umsamið lán OR vegna kreppu Þróunarbanki Evrópu neitar að greiða lokagreiðslu umsamins láns til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þrátt fyrir að framkvæmdum sé lokið og úttekt hafi verið gerð á þeim. Lánið, sem tekið var vegna Hellisheiðarvirkjunar, greiðist eftir framvindu verksins. Vegna slæms efnahagsástands hér á landi vill bankinn ekki afhenda féð, rúmlega 6 milljarða króna. 28.11.2008 06:00 Reyna að stela upp í fíkniefnaskuldir Miklar annir hafa verið hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu við að rannsaka og upplýsa tíð innbrot og þjófnaði, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir aukningu hafa orðið í innbrotum síðastliðna þrjá mánuði, einkum innbrotum í bíla, en tíðnin sveiflist upp og niður milli missera. 28.11.2008 05:30 Staða tryggingafélaga ágæt Staða tryggingarfélaganna er ágæt að mati Fjármálaeftirlitsins. Þetta kom fram í máli fulltrúa eftirlitsins þegar þeir mættu á fund viðskiptanefndar Alþingis í gær. 28.11.2008 04:45 Tryggingarsjóðurinn efldur vegna Icesave Leggja á Tryggingarsjóði innstæðueigenda til peninga svo sjóðurinn geti staðið skil á greiðslum til eigenda innlánsreikninga í íslensku bönkunum í útlöndum. 28.11.2008 04:30 Svíarnir neita um afgreiðslu Íslendingar, sem verða uppiskroppa með lyfin sín, geta farið með íslenska lyfseðla í apótek á Norðurlöndum og fengið lyfin sín en í Svíþjóð er það ekki hægt. Ástæðan er sú að þeir sem framvísa lyfseðli í apóteki í Svíþjóð verða að hafa sænska kennitölu til að geta fengið lyfin afgreidd. 28.11.2008 04:15 Bankaleynd ekki skálkaskjól „Hugtakið bankaleynd má ekki verða skálkaskjól,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra. 28.11.2008 04:00 Samgöngur til Eyja í algjöru uppnámi Hætt hefur verið tímabundið við útboð á smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og Flugfélag Vestmannaeyja er hætt að fljúga á milli lands og Eyja. Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu mála. 28.11.2008 03:30 Fólki fjölgar í Eyjum „Nú hefur það gerst í fyrsta sinn í sautján ár að íbúum hefur fjölgað hér í Vestmannaeyjum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. „Í fyrra vorum við 4.040 en síðast þegar ég gáði 4.080.“ 28.11.2008 03:00 Höft á fjármagnshreyfingar og skilaskylda sett á gjaldeyri Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti nú í kvöld fyrir breytingum á lögum um gjaldeyrismál. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða sem gera Seðlabanka heimild til að takmarka eða stöðva tímabundið fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast til og frá landinu ef slíkar hreyfingar valda að mati bankans „alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Fyrsta umræða tók fljótt af og fer málið nú fyrir viðskiptanefnd. Þingfundi hefur verið frestað til klukkan 22:15. 27.11.2008 20:30 Blásið til Þjóðfundar 1. desember á Arnarhóli Borgarahreyfing um Þjóðfund 1. des. blæs til Þjóðfundar á Arnarhóli þann fyrsta desember næstkomandi. Fólk er hvatt til að leggja niður störf og mæta á fundinn klukkan þrjú næstkomandi mánudag. Um er að ræða regnhlífarsamtök þeirra hópa og einstaklinga sem hafa haft sig í frammi opinberlega undanfarnar vikur vegna þess „gjörningaveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina,“ eins og segir í tilkynningu. 27.11.2008 20:16 Vilhjálmur deilir hart á frumvarp um gjaldeyrismál Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er mjög óhress með nýtt lagafrumvarp um breytingar á lögum um gjaldeyrismarkaði. Hann krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka og segir það í andstöðu við tilmæli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Að sögn Vilhjálms mun frumvarpið, sem gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn geti beitt takmörkunum á gjaldeyrisviðskipti, stórskaða íslenskt viðskiptalíf. Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is. 27.11.2008 22:17 Framkvæmdir við tónlistarhúsið líklega að stöðvast Allt útlit er fyrir að framkvæmdir við tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn stöðvist í næstu viku eftir að Portus gafst upp á verkefninu í dag og sagði öllum starfsfólki sínu upp. Félagið hefur verið í viðræðum við ríki og borg um yfirtöku verkefnisins sem kallar á útgjöld upp á níu til tíu milljarða króna. 27.11.2008 18:30 Aðgerðir Breta gegn Landsbanka ræddar á Evrópuþinginu Aðgerðir breskra stjórnvalda gegn Landsbankanum í Bretlandi verða teknar til umræðu hjá Evrópuráðsþinginu. Í tilkynningu frá Alþingi segir að á fundi framkvæmdastjórnar Evrópuráðsþingsins í dag hafi verið samþykkt beiðni þingmannasendinefndar Íslands um að taka til umræðu á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins, sem fer fram á morgun, aðgerðir breskra stjórnvalda gagnvart íslenskum bönkum þar í landi og tilheyrandi yfirlýsingar breskra ráðamanna í fjölmiðlum.“ 27.11.2008 17:43 Orkuveitan heiðrar hugvitskonur Í dag hlutu tvær hugvitskonur viðurkenningu Orkuveitu Reykjavíkur og KVENN, félags kvenna í nýsköpun, fyrir framlag þeirra til nýsköpunar. „Það voru þær Guðrún Guðrúnardóttir og Margrét Ragnarsdóttir, sem tóku við viðurkenningunum úr hendi Guðlaugs G. Sverrissonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur við athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins," segir í tilkynningu frá OR. 27.11.2008 20:09 Vegagerðin vill 2 + 1 veg yfir Hellisheiði Áform um að fjármagna tvöföldun Suðurlandsvegar með einkaframkvæmd eru í algerri óvissu eftir hrun lánsfjármarkaða. Vegamálastjóri segir að vegna efnahagsástands ætti að skoða að leggja tveir plús einn veg til Hveragerðis en vill að kaflinn þaðan til Selfoss verði tveir plús tveir. 27.11.2008 19:03 Skilaskylda sett á gjaldeyri Það á ekki að fleyta krónunni að fullu eins og við var búist og áfram verða einhver gjaldeyrishöft. Þetta kom fram í viðtali við Björgvin G. Sigurðsson, iðnaðarráðherra í Íslandi í dag, en hann mælir fyrir frumvarpi um gjaldeyrisviðskipti á þingi í kvöld. Þá stendur einnig til að setja skilaskyldu á útflytjendur til þess að tryggja að gjaldeyrir sem fæst fyrir íslenskan varning skili sér til landsins. 27.11.2008 18:48 Þolinmæðin á þrotum Þolinmæði okkar er á þrotum og nú verður að stokka upp í ríkisstjórn, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. 27.11.2008 18:41 Viðskiptaráðherra frétti seint af AGS greiðslu Tæp vika leið frá því fyrsti hluti láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins barst til Seðlabankans þar til seðlabankastjóri upplýsti viðskiptaráðherra um greiðsluna. 27.11.2008 18:38 Leyniskýrslur um Drekasvæðið afhjúpaðar Orkustofnun tilkynnti í dag að leynd hefði verði aflétt af nærri tuttugu ára gömlum rannsóknarskýrslum sem sýndu fram á olíu og gas á Drekasvæðinu. Leynd var höfð yfir skýrslunum að ósk norskra stjórnvalda en einnig vegna þess að þær voru taldar verðmæt söluvara til olíufélaga. 27.11.2008 18:30 Tæp sextíu prósent vilja flýta kosningum Tæp sextíu prósent landsmanna vilja kjósa til Alþingis í vetur eða í vor ef marka má skoðannakönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir vefritið Smuguna. Um er að ræða netkönnun sem gerð var á vikutímabili 20. nóvembert til 27. nóvember. Úrtak var 1100 manns hvaðanæva að á landinu og á aldrinum 18 til 75 ára. 27.11.2008 18:16 Íslendingum ráðið frá að ferðast til Mumbai Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Mumbai, áður Bombay á Indlandi í kjölfar árásanna þar á hótel og samgöngumiðstöðvar í gær. 27.11.2008 18:03 Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og tvo húsbrot hjá henni, sem áttu sér stað á tímabilinu janúar 2005 til mars 2006. Konan hlaut minniháttar meiðsl í árásunum. 27.11.2008 16:58 Færeysk fiskiskip grunuð um ólöglegar veiðar Tvö færeysk fiskiskip eru grunuð um að hafa veitt ólöglega í íslenskri lögsögu. Ákæruvaldið í Færeyjum rannsakar málið. Rökstuddur grunur er um að skipin hafi veitt innan íslenskrar lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Einnig að skipstjóri annars skipsins kastað siglingartölvu þess í sjóinn á leið í land. 27.11.2008 16:49 Níu mánaða fangelsi fyrir að hóta og kýla lögreglumann Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms yfir 25 ára gömlum karlmanni sem rauf skilorð með því að hóta og kýla lögreglumann árið 2005. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í níu mánaða fangelsi sem maðurinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Honum var einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns, um 500.000 krónur. 27.11.2008 16:49 Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Gunnar í desember í fyrra fyrir tvö skjalafalsmál, umferðarlagabrot og nauðgun, 27.11.2008 16:44 Tveggja mánaðar skilorð fyrir að lemja fósturson sinn í útilegu Hæstiréttur dæmdi í dag fertugan karlmann í tveggja mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið ellefu ára gamlan fósturson sinn í andlitið. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 13. febrúar um mánuð. 27.11.2008 16:29 Vinstri beygja frá Bústaðavegi lögð niður Borgarráð samþykkti í dag að loka til reynslu í sex mánuði vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárdal. Breytingunni er ætlað að draga úr álagi við gatnamótin og verður á reynslutímanum kannað hvort biðraðir á annatíumum styttist. 27.11.2008 16:12 Kynbundinn launamunur er 19,5 prósent Kynbundinn launamunur á heildarlaunum, þegar tekið hefur verið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugreinar, ábyrgðar í starfi og hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar, er 19,5%, samkvæmt launarannsókn, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir félagsmálaráðuneyti. Þetta kemur fram á heimasíðu Jafnréttisstofu. 27.11.2008 16:08 Skortur á bílum til útflutnings Svo vel hefur gengið að selja bíla á Evrópumarkað að Höfðahöllin og Diesel.is hyggjast ráðast í sérstakt markaðsátak til að fá fleiri bíla á skrá hjá sér. Hlynur Gylfason, hjá Höfðahöllinni, segir að bílarnir séu fluttir til Þýskalands en séu síðan seldir um alla Evrópu. Hann segir fyrirtækið þurfa fleiri bíla á skrá. 27.11.2008 16:02 Opið allan sólarhringinn í Hagkaupi Hægt verður að versla jólagjafirnar, steikina og skrautið um miðjar nætur í desember. Verslun Hagkaups í Skeifunni verður opin allan sólarhringinn frá og með deginum í dag og fram að jólum hið minnsta. 27.11.2008 15:20 Séð og heyrt mátti ekki birta mynd af Tarantino Alti már Gylfason blaðamaður Séð og heyrt og Birtíngur útgáfufélag ehf voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til þess að greiða Ingu Birnu Dungal 180.000 krónur ásamt vöxtum. Einnig voru hvor um sig gert að greiða 80.000 krónur í sekt til ríkissjóðs ásamt 600.000 krónum í málskostnað. 27.11.2008 15:14 Lýsir vanþóknun yfir leynd, spillingu og græðgi meirihlutans Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, lýsir yfir vanþóknun sinni á þeirri leynd, spillingu og græðgi sem einkenna störf borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þetta kemur fram í bókun sem Ólafur lagði fyrir í borgarráði í dag. 27.11.2008 15:00 Strætófarþegum fjölgar í kreppunni Merkja má fjölgun á farþegum hjá Strætó á álagstímum að undanförnu og telur Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. að rekja megi fjölgunina til efnahagsástandsins. 27.11.2008 14:53 Heimdallur vill mannabreytingar í Seðlabankanum Von er á yfirlýsingu frá stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, síðar í dag. Þar er þeim tilmælum meðal annars beint til Ríkisstjórnarinnar að mannabreytinga sé þörf í Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. 27.11.2008 14:18 Borgarráð felldi tillögu um ókeypis í strætó Tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um niðurfellingu fargjalda hjá Strætó bs. var fyrr í dag felld á fundi borgarráðs með sjö samhljóða atkvæðum. 27.11.2008 14:14 Varað við ferðalögum til Taílands Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Taílands vegna mótmæla og átaka að undanförnu. Þeim sem nú eru í landinu er ráðlagt að halda sig fjarri mótmælaðgerðum. 27.11.2008 13:54 Allt að 2 ára fangelsi óhlýðnist fólk rannsóknarnefndinni Það varðar allt að 2 ára fangelsi að neita að gefa upplýsingar, spilla gögnum eða gefa villandi upplýsingar fyrir rannsóknarnefnd um bankahrunið samkvæmt frumvarpi um sérstaka rannsóknarnefnd sem Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti fyrir í morgun. 27.11.2008 12:45 Á brjóstunum á leið til Bandaríkjanna Tvær léttklæddar og föngulegar stúlkur frá bandarísku dýraverndarsamtökunum PETA eru komnar til Íslands til þess að krefjast mannúðlegrar meðferðar á dýrum og hvetja fólk til þess að klæðast ekki dýrafeldi 27.11.2008 12:37 Ekki flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu Tveir ráðherrar fullyrtu á Alþingi í morgun að ekki yrði flatur 10 prósenta niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir nýleg tilmæli fjármálaráðuneytis um að lækka útgjöld sem því nemur. 27.11.2008 12:17 Útifundur ASÍ færður inn vegna veðurs Vegna veðurs hefur fyrirhugaður útifundur ASÍ og stéttarfélaganna á höfuðborgasvæðinu verið færður inn í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Fundurinn hefst kl. 17 eins og áður hafði verið auglýst. Ræðumenn verða Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Sigurður Bessason formaður Eflingar og Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar. Fundarstjóri verður Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ. Tríóið Guitar Islancio mun leika nokkur lög fyrir fundinn. 27.11.2008 11:42 Borgin styður Alþjóðahúsið í eitt ár Borgarráð Reykavíkur samþykkti á fundi sínum í morgun að gera þjónustusamning við Alþjóðahús til eins árs. Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur verið falið að sjá um samningsgerðina af hálfu borgarinnar. 27.11.2008 11:38 Rætt um rannsóknarnefnd Alþingis Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti í morgun fyrir frumvarpi um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Frumvarpið er lagt fram af forseta Alþingis og formönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga þar sæti. 27.11.2008 11:22 Sjá næstu 50 fréttir
Ný gjaldeyrislög leggja hömlur á flutning fjár úr landi Stjórnendur útflutningsfyrirtækja eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi ef þeir skila ekki heim gjaldeyri, sem aflað er erlendis og hömlur verða lagðar á flutning fjármuna úr landi, samkvæmt frumvarpi, sem samþykkt var á Alþingi á fimmta tímanum í nótt og öðlast þegar gildi. 28.11.2008 07:09
550 milljóna niðurskurður hjá RÚV Skorið verður niður um 550 til 600 milljónir króna í rekstri Ríkisútvarpsins ohf. vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp störfum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 28.11.2008 07:00
Vonar að eignir gangi upp í skuldirnar „Sjóðurinn gerir ráð fyrir ýmsum breytum í sinni áætlun sem hann segir að sé ekki endilega víst að gangi eftir. Þeir taka þessa tölu sjálfsagt til að vera ekki um of bjartsýnir og gera kannski ráð fyrir hinu versta,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. 28.11.2008 06:30
Óvissa um umsamið lán OR vegna kreppu Þróunarbanki Evrópu neitar að greiða lokagreiðslu umsamins láns til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þrátt fyrir að framkvæmdum sé lokið og úttekt hafi verið gerð á þeim. Lánið, sem tekið var vegna Hellisheiðarvirkjunar, greiðist eftir framvindu verksins. Vegna slæms efnahagsástands hér á landi vill bankinn ekki afhenda féð, rúmlega 6 milljarða króna. 28.11.2008 06:00
Reyna að stela upp í fíkniefnaskuldir Miklar annir hafa verið hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu við að rannsaka og upplýsa tíð innbrot og þjófnaði, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir aukningu hafa orðið í innbrotum síðastliðna þrjá mánuði, einkum innbrotum í bíla, en tíðnin sveiflist upp og niður milli missera. 28.11.2008 05:30
Staða tryggingafélaga ágæt Staða tryggingarfélaganna er ágæt að mati Fjármálaeftirlitsins. Þetta kom fram í máli fulltrúa eftirlitsins þegar þeir mættu á fund viðskiptanefndar Alþingis í gær. 28.11.2008 04:45
Tryggingarsjóðurinn efldur vegna Icesave Leggja á Tryggingarsjóði innstæðueigenda til peninga svo sjóðurinn geti staðið skil á greiðslum til eigenda innlánsreikninga í íslensku bönkunum í útlöndum. 28.11.2008 04:30
Svíarnir neita um afgreiðslu Íslendingar, sem verða uppiskroppa með lyfin sín, geta farið með íslenska lyfseðla í apótek á Norðurlöndum og fengið lyfin sín en í Svíþjóð er það ekki hægt. Ástæðan er sú að þeir sem framvísa lyfseðli í apóteki í Svíþjóð verða að hafa sænska kennitölu til að geta fengið lyfin afgreidd. 28.11.2008 04:15
Bankaleynd ekki skálkaskjól „Hugtakið bankaleynd má ekki verða skálkaskjól,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra. 28.11.2008 04:00
Samgöngur til Eyja í algjöru uppnámi Hætt hefur verið tímabundið við útboð á smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og Flugfélag Vestmannaeyja er hætt að fljúga á milli lands og Eyja. Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu mála. 28.11.2008 03:30
Fólki fjölgar í Eyjum „Nú hefur það gerst í fyrsta sinn í sautján ár að íbúum hefur fjölgað hér í Vestmannaeyjum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. „Í fyrra vorum við 4.040 en síðast þegar ég gáði 4.080.“ 28.11.2008 03:00
Höft á fjármagnshreyfingar og skilaskylda sett á gjaldeyri Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti nú í kvöld fyrir breytingum á lögum um gjaldeyrismál. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða sem gera Seðlabanka heimild til að takmarka eða stöðva tímabundið fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast til og frá landinu ef slíkar hreyfingar valda að mati bankans „alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Fyrsta umræða tók fljótt af og fer málið nú fyrir viðskiptanefnd. Þingfundi hefur verið frestað til klukkan 22:15. 27.11.2008 20:30
Blásið til Þjóðfundar 1. desember á Arnarhóli Borgarahreyfing um Þjóðfund 1. des. blæs til Þjóðfundar á Arnarhóli þann fyrsta desember næstkomandi. Fólk er hvatt til að leggja niður störf og mæta á fundinn klukkan þrjú næstkomandi mánudag. Um er að ræða regnhlífarsamtök þeirra hópa og einstaklinga sem hafa haft sig í frammi opinberlega undanfarnar vikur vegna þess „gjörningaveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina,“ eins og segir í tilkynningu. 27.11.2008 20:16
Vilhjálmur deilir hart á frumvarp um gjaldeyrismál Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er mjög óhress með nýtt lagafrumvarp um breytingar á lögum um gjaldeyrismarkaði. Hann krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka og segir það í andstöðu við tilmæli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Að sögn Vilhjálms mun frumvarpið, sem gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn geti beitt takmörkunum á gjaldeyrisviðskipti, stórskaða íslenskt viðskiptalíf. Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is. 27.11.2008 22:17
Framkvæmdir við tónlistarhúsið líklega að stöðvast Allt útlit er fyrir að framkvæmdir við tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn stöðvist í næstu viku eftir að Portus gafst upp á verkefninu í dag og sagði öllum starfsfólki sínu upp. Félagið hefur verið í viðræðum við ríki og borg um yfirtöku verkefnisins sem kallar á útgjöld upp á níu til tíu milljarða króna. 27.11.2008 18:30
Aðgerðir Breta gegn Landsbanka ræddar á Evrópuþinginu Aðgerðir breskra stjórnvalda gegn Landsbankanum í Bretlandi verða teknar til umræðu hjá Evrópuráðsþinginu. Í tilkynningu frá Alþingi segir að á fundi framkvæmdastjórnar Evrópuráðsþingsins í dag hafi verið samþykkt beiðni þingmannasendinefndar Íslands um að taka til umræðu á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins, sem fer fram á morgun, aðgerðir breskra stjórnvalda gagnvart íslenskum bönkum þar í landi og tilheyrandi yfirlýsingar breskra ráðamanna í fjölmiðlum.“ 27.11.2008 17:43
Orkuveitan heiðrar hugvitskonur Í dag hlutu tvær hugvitskonur viðurkenningu Orkuveitu Reykjavíkur og KVENN, félags kvenna í nýsköpun, fyrir framlag þeirra til nýsköpunar. „Það voru þær Guðrún Guðrúnardóttir og Margrét Ragnarsdóttir, sem tóku við viðurkenningunum úr hendi Guðlaugs G. Sverrissonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur við athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins," segir í tilkynningu frá OR. 27.11.2008 20:09
Vegagerðin vill 2 + 1 veg yfir Hellisheiði Áform um að fjármagna tvöföldun Suðurlandsvegar með einkaframkvæmd eru í algerri óvissu eftir hrun lánsfjármarkaða. Vegamálastjóri segir að vegna efnahagsástands ætti að skoða að leggja tveir plús einn veg til Hveragerðis en vill að kaflinn þaðan til Selfoss verði tveir plús tveir. 27.11.2008 19:03
Skilaskylda sett á gjaldeyri Það á ekki að fleyta krónunni að fullu eins og við var búist og áfram verða einhver gjaldeyrishöft. Þetta kom fram í viðtali við Björgvin G. Sigurðsson, iðnaðarráðherra í Íslandi í dag, en hann mælir fyrir frumvarpi um gjaldeyrisviðskipti á þingi í kvöld. Þá stendur einnig til að setja skilaskyldu á útflytjendur til þess að tryggja að gjaldeyrir sem fæst fyrir íslenskan varning skili sér til landsins. 27.11.2008 18:48
Þolinmæðin á þrotum Þolinmæði okkar er á þrotum og nú verður að stokka upp í ríkisstjórn, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. 27.11.2008 18:41
Viðskiptaráðherra frétti seint af AGS greiðslu Tæp vika leið frá því fyrsti hluti láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins barst til Seðlabankans þar til seðlabankastjóri upplýsti viðskiptaráðherra um greiðsluna. 27.11.2008 18:38
Leyniskýrslur um Drekasvæðið afhjúpaðar Orkustofnun tilkynnti í dag að leynd hefði verði aflétt af nærri tuttugu ára gömlum rannsóknarskýrslum sem sýndu fram á olíu og gas á Drekasvæðinu. Leynd var höfð yfir skýrslunum að ósk norskra stjórnvalda en einnig vegna þess að þær voru taldar verðmæt söluvara til olíufélaga. 27.11.2008 18:30
Tæp sextíu prósent vilja flýta kosningum Tæp sextíu prósent landsmanna vilja kjósa til Alþingis í vetur eða í vor ef marka má skoðannakönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir vefritið Smuguna. Um er að ræða netkönnun sem gerð var á vikutímabili 20. nóvembert til 27. nóvember. Úrtak var 1100 manns hvaðanæva að á landinu og á aldrinum 18 til 75 ára. 27.11.2008 18:16
Íslendingum ráðið frá að ferðast til Mumbai Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Mumbai, áður Bombay á Indlandi í kjölfar árásanna þar á hótel og samgöngumiðstöðvar í gær. 27.11.2008 18:03
Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og tvo húsbrot hjá henni, sem áttu sér stað á tímabilinu janúar 2005 til mars 2006. Konan hlaut minniháttar meiðsl í árásunum. 27.11.2008 16:58
Færeysk fiskiskip grunuð um ólöglegar veiðar Tvö færeysk fiskiskip eru grunuð um að hafa veitt ólöglega í íslenskri lögsögu. Ákæruvaldið í Færeyjum rannsakar málið. Rökstuddur grunur er um að skipin hafi veitt innan íslenskrar lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Einnig að skipstjóri annars skipsins kastað siglingartölvu þess í sjóinn á leið í land. 27.11.2008 16:49
Níu mánaða fangelsi fyrir að hóta og kýla lögreglumann Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms yfir 25 ára gömlum karlmanni sem rauf skilorð með því að hóta og kýla lögreglumann árið 2005. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í níu mánaða fangelsi sem maðurinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Honum var einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns, um 500.000 krónur. 27.11.2008 16:49
Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Gunnar í desember í fyrra fyrir tvö skjalafalsmál, umferðarlagabrot og nauðgun, 27.11.2008 16:44
Tveggja mánaðar skilorð fyrir að lemja fósturson sinn í útilegu Hæstiréttur dæmdi í dag fertugan karlmann í tveggja mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið ellefu ára gamlan fósturson sinn í andlitið. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 13. febrúar um mánuð. 27.11.2008 16:29
Vinstri beygja frá Bústaðavegi lögð niður Borgarráð samþykkti í dag að loka til reynslu í sex mánuði vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárdal. Breytingunni er ætlað að draga úr álagi við gatnamótin og verður á reynslutímanum kannað hvort biðraðir á annatíumum styttist. 27.11.2008 16:12
Kynbundinn launamunur er 19,5 prósent Kynbundinn launamunur á heildarlaunum, þegar tekið hefur verið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugreinar, ábyrgðar í starfi og hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar, er 19,5%, samkvæmt launarannsókn, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir félagsmálaráðuneyti. Þetta kemur fram á heimasíðu Jafnréttisstofu. 27.11.2008 16:08
Skortur á bílum til útflutnings Svo vel hefur gengið að selja bíla á Evrópumarkað að Höfðahöllin og Diesel.is hyggjast ráðast í sérstakt markaðsátak til að fá fleiri bíla á skrá hjá sér. Hlynur Gylfason, hjá Höfðahöllinni, segir að bílarnir séu fluttir til Þýskalands en séu síðan seldir um alla Evrópu. Hann segir fyrirtækið þurfa fleiri bíla á skrá. 27.11.2008 16:02
Opið allan sólarhringinn í Hagkaupi Hægt verður að versla jólagjafirnar, steikina og skrautið um miðjar nætur í desember. Verslun Hagkaups í Skeifunni verður opin allan sólarhringinn frá og með deginum í dag og fram að jólum hið minnsta. 27.11.2008 15:20
Séð og heyrt mátti ekki birta mynd af Tarantino Alti már Gylfason blaðamaður Séð og heyrt og Birtíngur útgáfufélag ehf voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til þess að greiða Ingu Birnu Dungal 180.000 krónur ásamt vöxtum. Einnig voru hvor um sig gert að greiða 80.000 krónur í sekt til ríkissjóðs ásamt 600.000 krónum í málskostnað. 27.11.2008 15:14
Lýsir vanþóknun yfir leynd, spillingu og græðgi meirihlutans Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, lýsir yfir vanþóknun sinni á þeirri leynd, spillingu og græðgi sem einkenna störf borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þetta kemur fram í bókun sem Ólafur lagði fyrir í borgarráði í dag. 27.11.2008 15:00
Strætófarþegum fjölgar í kreppunni Merkja má fjölgun á farþegum hjá Strætó á álagstímum að undanförnu og telur Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. að rekja megi fjölgunina til efnahagsástandsins. 27.11.2008 14:53
Heimdallur vill mannabreytingar í Seðlabankanum Von er á yfirlýsingu frá stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, síðar í dag. Þar er þeim tilmælum meðal annars beint til Ríkisstjórnarinnar að mannabreytinga sé þörf í Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. 27.11.2008 14:18
Borgarráð felldi tillögu um ókeypis í strætó Tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um niðurfellingu fargjalda hjá Strætó bs. var fyrr í dag felld á fundi borgarráðs með sjö samhljóða atkvæðum. 27.11.2008 14:14
Varað við ferðalögum til Taílands Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Taílands vegna mótmæla og átaka að undanförnu. Þeim sem nú eru í landinu er ráðlagt að halda sig fjarri mótmælaðgerðum. 27.11.2008 13:54
Allt að 2 ára fangelsi óhlýðnist fólk rannsóknarnefndinni Það varðar allt að 2 ára fangelsi að neita að gefa upplýsingar, spilla gögnum eða gefa villandi upplýsingar fyrir rannsóknarnefnd um bankahrunið samkvæmt frumvarpi um sérstaka rannsóknarnefnd sem Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti fyrir í morgun. 27.11.2008 12:45
Á brjóstunum á leið til Bandaríkjanna Tvær léttklæddar og föngulegar stúlkur frá bandarísku dýraverndarsamtökunum PETA eru komnar til Íslands til þess að krefjast mannúðlegrar meðferðar á dýrum og hvetja fólk til þess að klæðast ekki dýrafeldi 27.11.2008 12:37
Ekki flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu Tveir ráðherrar fullyrtu á Alþingi í morgun að ekki yrði flatur 10 prósenta niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir nýleg tilmæli fjármálaráðuneytis um að lækka útgjöld sem því nemur. 27.11.2008 12:17
Útifundur ASÍ færður inn vegna veðurs Vegna veðurs hefur fyrirhugaður útifundur ASÍ og stéttarfélaganna á höfuðborgasvæðinu verið færður inn í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Fundurinn hefst kl. 17 eins og áður hafði verið auglýst. Ræðumenn verða Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Sigurður Bessason formaður Eflingar og Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar. Fundarstjóri verður Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ. Tríóið Guitar Islancio mun leika nokkur lög fyrir fundinn. 27.11.2008 11:42
Borgin styður Alþjóðahúsið í eitt ár Borgarráð Reykavíkur samþykkti á fundi sínum í morgun að gera þjónustusamning við Alþjóðahús til eins árs. Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur verið falið að sjá um samningsgerðina af hálfu borgarinnar. 27.11.2008 11:38
Rætt um rannsóknarnefnd Alþingis Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti í morgun fyrir frumvarpi um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Frumvarpið er lagt fram af forseta Alþingis og formönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga þar sæti. 27.11.2008 11:22