Innlent

Tæp sextíu prósent vilja flýta kosningum

Tæp sextíu prósent landsmanna vilja kjósa til Alþingis í vetur eða í vor ef marka má skoðannakönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir vefritið Smuguna. Um er að ræða netkönnun sem gerð var á vikutímabili 20. nóvembert til 27. nóvember. Úrtak var 1100 manns hvaðanæva að á landinu og á aldrinum 18 til 75 ára.

Í könnuninni kemur meðal annars fram að sjötíu prósent samfylkingarmanna vilja flýta kosningum og áttatíu prósent kjósenda VG. Þeir sem segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn skera sig hinsvegar verulega úr, því nítíu og tvö prósent þeirra vilja ekki flýta kosningum.

Nánar má kynna sér könnunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×