Innlent

Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og tvo húsbrot hjá henni, sem áttu sér stað á tímabilinu janúar 2005 til mars 2006. Konan hlaut minniháttar meiðsl í árásunum.

Dómurinn ákvað að skilorðsbinda fimm mánuði af átta mánaða fangelsisdóm vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá lögreglu, sem hefur ekki verið skýrður, og þess að ákærði hafði ekki áður verið fundinn sekur um refsivert brot sem skipti máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×