Innlent

Borgarráð felldi tillögu um ókeypis í strætó

Tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um niðurfellingu fargjalda hjá Strætó bs. var fyrr í dag felld á fundi borgarráðs með sjö samhljóða atkvæðum.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að með því að fella niður gjöldin væri verið að gera fólki að nýta ókeypis strætóferðir á tímum hækkandi eldsneytisverðs og erfiðleika í rekstri heimila í borginni.

Ólafur sagðist í bókun harma ákvörðun borgarráðs. ,,Tillagan er í senn umhverfisvæn, réttlát og nauðsynleg því fjölskyldum í Reykjavík blæðir svo sannarlega vegna þess efnahagshruns sem einkavinavæðing og spilling borgarstjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hefur kallað yfir þjóðina."

Afgreiðsla sýnir svo ekki verður um villst að borgarstjórnarmeirihlutinn forgangsraðar í eigin þágu, að mati Ólafs. ,,Gott dæmi um það er að borgarstjóri er fjarverandi á fundi borgarráðs í dag vegna ferðalags erlendis á kostnað borgarbúa. Nær væri að borgarstjóri og aðrir kjörnir fulltrúar forgangsraði í þágu almennings en ekki sjálfra sín," segir í bókun Ólafs.

Borgarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögð sérkennilegt að bera saman tillögu um að fella um að fella niður fargjöld í Strætó við alþjóðleg samskipti Reykjavíkurborgar við aðrar borgir. ,,Borgarstjóri er í embættiserindum á aðalfundi Eurocities í Haag. Reykjavíkurborg er þar tilnefnd til verðlauna vegna verkefnisins 1, 2 og Reykjavík," segir í bókun meirihlutans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×