Innlent

Allt að 2 ára fangelsi óhlýðnist fólk rannsóknarnefndinni

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Það varðar allt að 2 ára fangelsi að neita að gefa upplýsingar, spilla gögnum eða gefa villandi upplýsingar fyrir rannsóknarnefnd um bankahrunið samkvæmt frumvarpi um sérstaka rannsóknarnefnd sem Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti fyrir í morgun.

Samkvæmt frumvarpinu fær nefndin rúmar heimildir til að rannsaka aðdraganda og orsakir fall bankana og verður bankaleynd meðal annars aflétt. Auk þess verður öllum skylt að bera vitni fyrir nefndinni um hrunið krefjist hún þess.

Í fyrstu grein laganna segir að tilgangur þeirra sé að nefndin leiti sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.

„Þá skal hún leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni, og hverjir kunni að bera ábyrgð á því."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×