Innlent

Færeysk fiskiskip grunuð um ólöglegar veiðar

MYND/Dimmalætting
Tvö færeysk fiskiskip eru grunuð um að hafa veitt ólöglega í íslenskri lögsögu. Ákæruvaldið í Færeyjum rannsakar málið. Rökstuddur grunur er um að skipin hafi veitt innan íslenskrar lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Einnig að skipstjóri annars skipsins kastað siglingartölvu þess í sjóinn á leið í land.

Í færeyska dagblaðinu Dimmalætting þann 18. nóvember síðastliðinn kom fram að skipin Vesturleiki og Brestir hafi verið teknir af fiskveiðieftirlitinu í Færeyjum. Skipstjórar beggja skipanna viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa slökkt og kveikt á fjareftirlitsbúnaðinum. Þá viðurkenndi skipstjóri Brests að hafa kastað siglingartölvu skipsins í sjóinn á leið í land fyrir tæpum tveimur vikum.

Sá hefur nokkra reynslu af veiðum í íslenskri lögsögu. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að hann hafi fyrst verið grunaður um ólöglegar veiðar í lögsögunni árið 2006. Í desember í fyrra hafi varðskipið Týr svo komið að Bresti og öðru skipi við ólöglegar veiðar í íslenskri lögsögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×