Innlent

Þolinmæðin á þrotum

Þolinmæði okkar er á þrotum og nú verður að stokka upp í ríkisstjórn, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

ASÍ boðaði til fundar í Listasafni Reykjavíkur í dag en alls hafa 6 fundir verið haldnir á landsbyggðinni. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var meðal ræðumanna í dag og var meginefni fundarins að kalla eftir leiðsögn stjórnvalda út úr þessum vanda sem við erum í.

Gylfi segir að brýnasta verkefnið sé nú að ná tökum á krónunni. Það sé að hluta til gert með aðkomu alþjóðagjaldeyrissjóðsins og með því að skapa trúverðugleika í kringum Seðlabankann.

ASÍ hefur misserum saman krafist breytinga á efnahagsstjórnuninni og verið tilbúið til samstarfs við ríkisstjórnina. Gylfi segir að það hafi hlotið litlar undirtektir. Í morgun hóf ASÍ í samstarfi við önnur samtök á vinnumarkaðnum viðræður við gagnaðila; samtök atvinnulífsins, sveitarfélög og ríkið að sameinast um einhverja sýn til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×