Innlent

Vilhjálmur deilir hart á frumvarp um gjaldeyrismál

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er mjög óhress með nýtt lagafrumvarp um breytingar á lögum um gjaldeyrismarkaði. Hann krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka og segir það í andstöðu við tilmæli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Að sögn Vilhjálms mun frumvarpið, sem gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn geti beitt takmörkunum á gjaldeyrisviðskipti, stórskaða íslenskt viðskiptalíf. Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×