Reyna að stela upp í fíkniefnaskuldir 28. nóvember 2008 05:30 Innbrotsþjófar eru einkum á höttunum eftir flatskjáum, i-podum, tölvum, myndavélum og fleiru sem auðvelt er að koma í verð. Miklar annir hafa verið hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu við að rannsaka og upplýsa tíð innbrot og þjófnaði, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir aukningu hafa orðið í innbrotum síðastliðna þrjá mánuði, einkum innbrotum í bíla, en tíðnin sveiflist upp og niður milli missera. Sem dæmi um mál sem verið hafa í gangi má nefna að nýverið var tilkynnt um að menn væru að brjótast inn í gáma við verslun á Kletthálsi. Þar reyndust tveir menn vera á ferð. Þeir reyndu að fela sig fyrir lögreglu en voru handteknir skömmu síðar. þeir voru með verkfæri sem þeir höfðu stolið á byggingarsvæði í Álfheimum til að nota í atlögunni við gámana. Við yfirheyrslu daginn eftir viðurkenndu mennirnir að hafa ætlað að brjótast inn í gámana til að stela vélhjólum sem þeir vissu af í geymslu þar. Ástæðan fyrir innbrotinu hafi verið sú að annar var stórskuldugur vegna fíkniefnakaupa og væri að leita að verðmætum upp í skuldina. Við húsleitir hjá mönnunum fannst meðal annars kortalesari, sem stolið hafði verið úr verslun í Kópavogi. Þá upplýstist innbrot og þjófnaður í skiptimyntakassa á bílaþvottastöðinni Löðri í Kópavogi og auk þess viðurkenndu þeir tvö önnur innbrot í fyrirtækið á Kletthálsi síðustu tvo mánuðina áður. Þá var stolið tveimur vélhjólum. Bæði hjólin höfðu gengið upp í greiðslu fíkniefnaskulda. Þá tóku lögreglumenn úr auðgunarbrotadeild hús á þekktum brotamanni í síðustu viku. Þar fannst talsvert þýfi. Daginn eftir fór lögregla aftur á vettvang ásamt starfsmanni tollgæslu og tollhundi. Þeir tóku meðal annars stolinn tölvubúnað, sjónvarpstæki og lítilræði af fíkniefnum. Þá fundu lögreglumenn nýlega tösku í bíl sem þeir höfðu stöðvað í Breiðholti. Í henni reyndust vera munir úr innbroti í hús í Foldahverfi daginn áður. Tveir menn voru í bílnum. Annar þeirra viðurkenndi að hafa brotist inn í umrætt hús og annað til í Grafarvogi og stolið þar verðmætum. Við húsleit hjá ökumanninum fannst svo meira af ætluðu þýfi og fíkniefnum. Báðir sögðu þeir tilgang innbrotanna hafa verið að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Miklar annir hafa verið hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu við að rannsaka og upplýsa tíð innbrot og þjófnaði, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir aukningu hafa orðið í innbrotum síðastliðna þrjá mánuði, einkum innbrotum í bíla, en tíðnin sveiflist upp og niður milli missera. Sem dæmi um mál sem verið hafa í gangi má nefna að nýverið var tilkynnt um að menn væru að brjótast inn í gáma við verslun á Kletthálsi. Þar reyndust tveir menn vera á ferð. Þeir reyndu að fela sig fyrir lögreglu en voru handteknir skömmu síðar. þeir voru með verkfæri sem þeir höfðu stolið á byggingarsvæði í Álfheimum til að nota í atlögunni við gámana. Við yfirheyrslu daginn eftir viðurkenndu mennirnir að hafa ætlað að brjótast inn í gámana til að stela vélhjólum sem þeir vissu af í geymslu þar. Ástæðan fyrir innbrotinu hafi verið sú að annar var stórskuldugur vegna fíkniefnakaupa og væri að leita að verðmætum upp í skuldina. Við húsleitir hjá mönnunum fannst meðal annars kortalesari, sem stolið hafði verið úr verslun í Kópavogi. Þá upplýstist innbrot og þjófnaður í skiptimyntakassa á bílaþvottastöðinni Löðri í Kópavogi og auk þess viðurkenndu þeir tvö önnur innbrot í fyrirtækið á Kletthálsi síðustu tvo mánuðina áður. Þá var stolið tveimur vélhjólum. Bæði hjólin höfðu gengið upp í greiðslu fíkniefnaskulda. Þá tóku lögreglumenn úr auðgunarbrotadeild hús á þekktum brotamanni í síðustu viku. Þar fannst talsvert þýfi. Daginn eftir fór lögregla aftur á vettvang ásamt starfsmanni tollgæslu og tollhundi. Þeir tóku meðal annars stolinn tölvubúnað, sjónvarpstæki og lítilræði af fíkniefnum. Þá fundu lögreglumenn nýlega tösku í bíl sem þeir höfðu stöðvað í Breiðholti. Í henni reyndust vera munir úr innbroti í hús í Foldahverfi daginn áður. Tveir menn voru í bílnum. Annar þeirra viðurkenndi að hafa brotist inn í umrætt hús og annað til í Grafarvogi og stolið þar verðmætum. Við húsleit hjá ökumanninum fannst svo meira af ætluðu þýfi og fíkniefnum. Báðir sögðu þeir tilgang innbrotanna hafa verið að fjármagna fíkniefnaneyslu sína.
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira