Innlent

Íslendingum ráðið frá að ferðast til Mumbai

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Mumbai, áður Bombay á Indlandi í kjölfar árásanna þar á hótel og samgöngumiðstöðvar í gær.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir, að Íslendingar í Mumbai eða nákomnir ættingjar þeirra geti haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á skrifstofutíma, neyðarþjónustu ráðuneytisins eftir lokun í síma 545 9900 eða sent tölvupóst á netfangið: borgarathjonusta@utn.stjr.is.

Þá geta þeir einnig haft samband við sendiráð Íslands í Nýju-Delí, í síma +91 11 4353 0300.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×