Innlent

Tveggja mánaðar skilorð fyrir að lemja fósturson sinn í útilegu

Fósturfeðgarnir voru staddir í útilegu þegar árásin átti sér stað. Myndin tengist fréttinni ekki.
Fósturfeðgarnir voru staddir í útilegu þegar árásin átti sér stað. Myndin tengist fréttinni ekki.

Hæstiréttur dæmdi í dag fertugan karlmann í tveggja mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið ellefu ára gamlan fósturson sinn í andlitið. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 13. febrúar um mánuð.

Fósturfeðgarnir voru staddir á tjaldsvæði við Þrastarlund í Grímsnes- og Grafningshreppi í júní árið 2007 þegar umrædd árás átti sér stað. Maðurinn sló drenginn hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar efst yfir nefbeininu bæði hægra og vinstra megin auk blóðnasa.

Fósturpabbinn segist ekki hafa munað eftir því að hafa slegið drenginn, þar sem hann hafi verið mjög ölvaður. Hann kvað drenginn vera ofvirkan og mjög erfitt barn sem hafi oft sakað sig um barsmíðar. Samband þeirra hafi aldrei verið gott.

Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Manninum er gert að greiða allan áfrýjunarkostnað vegna málsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×