Innlent

Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun

Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Gunnar í desember í fyrra fyrir tvö skjalafalsmál, umferðarlagabrot og nauðgun, með því að hafa haft samræði við konu á heimili hennar og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum veikinda. Gunnar Rúnar áfrýjaði dómi Héraðsdóms og fyrir Hæstarétti krafðist hann sýknu af nauðguninni. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Héraðsdóms um að talið væri sannað með vísan til framburðar konunnar, játningar Gunnars fyrir lögreglu og niðurstöðu DNA-rannsóknar að Gunnar hefði brotið gagnvart konunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×