Innlent

Heimdallur vill mannabreytingar í Seðlabankanum

Valhöll, höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins.

Von er á yfirlýsingu frá stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, síðar í dag. Þar er þeirri skoðun komið á framfæri til ríkisstjórnarinnar að mannabreytinga sé þörf í Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu.

Stjórn Heimdallar telur að þessar stofnanir hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni í aðdraganda bankahrunsins. Samkvæmt heimildum Vísis er þeim tilmælum einnig beint til Ríkisstjórnarinnar að hún skoði hvort þörf sé á mannabreytingum innan sinna raða.

Heimdallur stendur engu að síður á bak við forystu Sjálfstæðisflokksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×