FT segir Ísland fá 670 milljarða lán frá IMF og fleirum 20. október 2008 12:49 MYND/Vilhelm Íslensk stjórnvöld munu óska eftir 6 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum seðlabönkum í heiminum, jafnvirði um 670 milljarða króna. Þetta er fullyrti á vef breska blaðsins Finacial Times. Blaðið vitnar í fólk sem þekki vel til viðræðna stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það segi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni leggja til einn milljarð dollara, rúmlega 110 milljarða króna, en að Seðlabankar hinna norrænu ríkjanna og Japans muni lána restina. Óvíst sé hvort Rússar komið að björgunaraðgerðunum. Financial Times bendir á að íslensk stjórnvöld hafi ekki sent formlegt erindi til sjóðsins en að búist sé við því að bréf verði sent til sjóðsins í dag eða á morgun. Þá segir blaðið að björgunarpakkinn muni breyta miklu fyrir Ísland sem hafi átt í erfiðleikum með að fá aðstoð frá öðrum þjóðum sem bíði eftir viðbrögðum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðræður um skilyrði hafi gengið vel Þá segir Financial Times að viðræður íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skilyrði fyrir láninu hafi gengið vel og einblínt sé á þrjú svið, bankakerfið, peningamálastefnuna og gjaldeyrismál þjóðarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi leitað eftir staðfestingu á því að bankakerfið verði byggt upp aftur og lög um fjármálafyrirtæki endurskoðuð ásamt ítarlegri rannsókn á því hvað hafi komið af stað kreppunni hér á landi. Þá fari Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki fram á það að Íbúðalánasjóður verði einkavæddur né grundvallarbreytingar á velferðarkerfinu. Enn fremur hafi ekki verið settir neinir skilmálar um sölu á Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni sem hafi verið teknir yfir af ríkinu. Hins vegar fari sjóðurinn fram á skýra stefnu um niðurskurð í útgjöldum ríkisins til þess að að bregðast við auknum skuldum. Þá segir breska blaðið að íslenska krónan verði sett á flot aftur eins fljótt og mögulegt sé og er búist við að hún styrkist um leið og viðskiptahallinn í landinu minnki. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu óska eftir 6 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum seðlabönkum í heiminum, jafnvirði um 670 milljarða króna. Þetta er fullyrti á vef breska blaðsins Finacial Times. Blaðið vitnar í fólk sem þekki vel til viðræðna stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það segi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni leggja til einn milljarð dollara, rúmlega 110 milljarða króna, en að Seðlabankar hinna norrænu ríkjanna og Japans muni lána restina. Óvíst sé hvort Rússar komið að björgunaraðgerðunum. Financial Times bendir á að íslensk stjórnvöld hafi ekki sent formlegt erindi til sjóðsins en að búist sé við því að bréf verði sent til sjóðsins í dag eða á morgun. Þá segir blaðið að björgunarpakkinn muni breyta miklu fyrir Ísland sem hafi átt í erfiðleikum með að fá aðstoð frá öðrum þjóðum sem bíði eftir viðbrögðum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðræður um skilyrði hafi gengið vel Þá segir Financial Times að viðræður íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skilyrði fyrir láninu hafi gengið vel og einblínt sé á þrjú svið, bankakerfið, peningamálastefnuna og gjaldeyrismál þjóðarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi leitað eftir staðfestingu á því að bankakerfið verði byggt upp aftur og lög um fjármálafyrirtæki endurskoðuð ásamt ítarlegri rannsókn á því hvað hafi komið af stað kreppunni hér á landi. Þá fari Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki fram á það að Íbúðalánasjóður verði einkavæddur né grundvallarbreytingar á velferðarkerfinu. Enn fremur hafi ekki verið settir neinir skilmálar um sölu á Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni sem hafi verið teknir yfir af ríkinu. Hins vegar fari sjóðurinn fram á skýra stefnu um niðurskurð í útgjöldum ríkisins til þess að að bregðast við auknum skuldum. Þá segir breska blaðið að íslenska krónan verði sett á flot aftur eins fljótt og mögulegt sé og er búist við að hún styrkist um leið og viðskiptahallinn í landinu minnki.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira