Innlent

Íslensk skip fá 10.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi

Þorskkvóti íslenskra fiskiskipa í Barentshafi verður tæplega tíu þúsund tonn á næsta ári, en það jafngildir ársafla að minnsta kosti tveggja frystitogara.

Hlutur Íslendinga í kvótanum er tæp tvö prósent, en Norðmenn og Rússar skipta með sér afganginum. Þetta er stærsti kvóti í Barentshafinu til þessa og helgast af því að þorskkvótinn þar verður aukinn um 20 prósent á næsta ári, samkvæmt tillögu Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Þetta er því umtalsverð búbót fyrir útgerðir, sem eiga hlut í kvótanum í Barentshafi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×