Innlent

Nískupúkinn.is vinur neytandans

Neytendur hafa eignast nýjan vin í nískupúkanum.is.Það eru þrír ungir menn sem standa að síðunni sem fór í loftið nú um helgina.

Líklega hefur sjaldan verið jafnmikil þörf fyrir sparnaðarupplýsingar fyrir neytendur, en hugmynd þeirra félag spratt þó ekki upp úr núverandi ástandi, heldur eru þeir búnir að vinna að málinu frá því í sumar.

Á síðunni geta neytendur sjálfir valið þær vörur sem þær vilja kanna verð á, en á síðunni er ekki tekið tillit til gæða. Birkir Fannar Einarsson, einn aðstandenda síðunnar, segir svona síður til í öðrum löndum þar sem samkeppni er meiri, en þeim telja samkeppnina takmarkaða hér á landi. Núna er inni á síðunni verð á matvörum, apótekavörum, vörum sem tengjast líkamanum og heilsu sem og bílnum. Og fleiri flokkar eiga eftir að bætast við.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×