Innlent

Talibanar myrtu tuttugu og sjö í Kandahar

Frá Afganistan.
Frá Afganistan. MYND/AP

Talibanar í Afganistan myrtu á dögunum 27 menn sem voru um borð í þremur rútum í Kandahar héraði. Talsmaður Talibana lýsti yfir ábyrgð á verknaðinum en þeir fullyrða að hinir myrtu hafi allir verið stjórnarhermenn.

Stjórnvöld í Kabúl segja hins vegar að um óbreytta borgara hafi verið að ræða. Skæruliðarnir réðust á þrjár rútur á fimmtudaginn var, drógu mennina út og tóku þá af lífi á staðnum. Margir hinna látnu voru hálshöggnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×