Innlent

Slasaðist á fjórhjóli í Sandvík

Maður slasaðist í dag á fjórhjóli í Sandvík á Reykjanesi. Slysið varð um miðjan dag og fór lögregla ásamt sjúkrabifreið á staðinn og sótti manninn.

Hann var fluttur með sjúkrabifreið með á Landsspítalann í Fossvogi en ekki er vitað um meiðsli hans að svo stöddu.

Þá segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum að einn ökumaður hafi verið stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið hans fundust tvö grömm af ætluðu kannabisefni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×