Innlent

Óvíst með stöðu landlæknis um mánaðarmótin

Sigurður Guðmundsson, fráfarandi landlæknir.
Sigurður Guðmundsson, fráfarandi landlæknir. Mynd/Haraldur Jónasson

Embætti Landlæknis hefur ekki verið auglýst til umsóknar þrátt fyrir að Sigurður Guðmundsson, fráfarandi landlæknir, láti af störfum á næstu dögum.

Tilkynnt var í byrjun september að Sigurður verður forseti nýs heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum og skrifstofu Landlæknis tekur Sigurður við stöðunni um næstkomandi mánaðarmót.

Sigurður fékk leyfi frá störfum sínum sem landlæknir þegar hann starfaði við uppbygginu sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á árunum 2006 til 2007. Þá gegndi Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir, stöðu landlæknis.

Hvorki hefur staðan verið auglýst til umsóknar né ákvörðun verið tekin hver tekur tímabundið við starfi Sigurðar á meðan að staðan verður auglýst.

Matthías sagðist í samtali við Vísi 9. september ekki gera ráð fyrir því að hann myndi sækja um starfið. Auk þess sagði hann óljóst hvort hann myndi starfi áfram sem aðstoðarlandlæknir.

Hvorki náðist í Sigurð eða Matthías, sem er erlendis, við vinnslu þessarar fréttar.








Tengdar fréttir

Kveður landlæknisembættið með söknuði

Sigurður Guðmundsson, landlæknir og verðandi forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, segist kveðja landlæknisembættið með miklum söknuði.

Landlæknir verður forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ

Kristín Ingólfsdóttir tilkynnti nú í hádeginu hvaða fimm menn stýra nýjum fræðasviðun Háskóla Íslands. Sviðunum var komið á um leið og breytingar voru gerðar á stjórnskipan háskólans um leið og hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands. Sigurður Guðmundsson verður forseti heilbrigðisvísindasviðs og mun hann því láta af embætti landlæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×