Innlent

Þingkosningar ólíklegar á næstunni

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að stjórnarslit og kosningar séu ekki á næsta leiti. Aftur á móti telur Lúðvík að þjóðin þurfi fyrr eða síðar að taka afstöðu til stórra spurninga.

Í þætti Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Mannamáli, í gær sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, að ríkisstjórnarsamstarfið hefði styrkst að undanförnu. Hins vegar sagði hann ekki hægt að útiloka að gengið yrði fyrr til kosninga, í vetur eða næsta vor.

Lúðvík segir að í þingflokki Samfylkingarinnar hafi ekki farið fram umræða um kosningar.

Umræða um kosningar í núverandi stöðu er fráleit, að sögn Lúðvíks. Óvissa í stjórnmálum muni ekki hjálpa í núverandi áferði. Lúðvík vill lítið segja til um hvort staða mála verði önnur í vetur eða vor. ,,Vonandi og væntanlega verður meiri stöðugleiki."

Lúðvík telur að þjóðin þurfi fyrr eða síðar að taka afstöðu til mikilvægra mála og nefnir alþjóðasamstarf og aðild að Evrópusambandinu máli sínu til stuðnings. ,,Það er verið að móta nýtt samfélag og það er mikilvægt að fólk geti tjáð sig um á hvaða grunni á að gera það," segir Lúðvík.




Tengdar fréttir

Segir ekki útilokað að kosið verði á næstu mánuðum

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá nauðsyn til þess að endurskoða stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar þrátt fyrir þau áföll sem dunið hafa á íslensku efnahagskerfi. Í þætti Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Mannamáli, sagði hann að ríkisstjórnarsamstarfið hefði styrkst að undanförnu. Hins vegar sagði hann ekki hægt að útiloka að gengið yrði fyrr til kosninga, í vetur eða næsta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×