Innlent

Grindavíkurvegur lokaður í kvöld vegna tankflutnings

Þrír mjöltankar hafa verið fluttir frá Grindavík til Helguvíkur að undanförnu.
Þrír mjöltankar hafa verið fluttir frá Grindavík til Helguvíkur að undanförnu. MYND/Stöð 2

Grindavíkurvegur verður lokaður í kvöld frá afleggjaranum að Bláa lóninu að Seltjörn á milli klukkan 21 og 22.30 vegna þess að verið er að flytja 90 tonna mjöltank eftir veginum.

Til stóð að flytja hann fyrr í dag en vegna þess að hátíðahöld voru í Bláa lóninu var ákveðið að fresta flutningnum fram á kvöld. Tankinn á að flytja í Helguvík og er vonast til að hægt verði að halda förinni áfram frá Seltjörn á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×