Innlent

Höfðu afskipti af fíkniefnasala á Akureyri

MYND/KK

Lögreglan á Akureyri hafði á föstudag afskipti af tæplega tvítugum fíkniefnasala og lagði hald á fíkniefni í fórum hans.

Lögreglan hafði afskipti af manninum á föstudagskvöld og reyndist hann vera með tvö grömm af amfetamíni í fórum sínum. Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili hans þar sem fundust þrjú grömm af amfetamíni til viðbótar og þrjú grömm af kannabisefni. Auk þessa viðurkenndi maðurinn að hafa verið að selja og dreifa fíkniefnum á Akureyri. Í framhaldi af því voru höfð afskipti af fimm einstaklingum en allir voru látnir lausir að loknum skýrslutökum.

Þá upprætti lögreglan á Akureyri kannabisræktun fyrir tíu dögum, en sex kannabisplöntur fundust í íbúð í bænum. Þar fannst einnig búnaður til ræktunar. Tveir aðilar voru handteknir í tengslum við málið sem telst upplýst.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×