Innlent

Vilja jafnræði kynja í ný bankaráð

Steinunn Valdís Óskarsdóttir er formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir er formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. MYND/GVA

Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á forystu flokksins sem og ríkisstjórn að hafa jafnræði kynja að leiðarljósi við skipan í bankaráð hinna nýju banka.

Í ályktun frá stjórninni kemur fram að fram undan séu spennandi tímar sem krefjist nýrrar hugsunar og nýrrar nálgunar í anda sanngirni og réttlætis. Konur hafi því miður ekki komið mikið að uppbyggingu hins nýja hagkerfis eða fjármálamarkaðar undanfarinna ára en nú stöndum við á krossgötum nýrra tækifæra.

Krefst kvennahreyfingin þess að hæfar konur verði skipaðar til jafns við hæfa karla til starfa og í stafni þeirrar nýsköpunar sem sé fram undan. „Þannig byggjum við upp nýtt Ísland í anda kvenfrelsis og jöfnuðar," segir í ályktuninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×