Innlent

Best að taka knapann af áður en hrossakjöt er eldað

Galdurinn við að elda hrossakjöt er að taka fyrst knapann af - og ofelda ekki, segir Friðrik fimmti veitingamaður sem matreiddi hross ofan í skagfirska hestamenn í gærkvöldi. Skagfirðingar vilja auka sölu á þessu vannýtta keti í kreppunni.

Skagfirðingar hópuðust inn í Hótel Varmahlíð í gærkvöldi til að gæða sér á þarfasta þjóninum, meðal annars folaldacarpaccio, kjötsúpu með hrossafylltu tortellini og kaplamjólkur brulle. Markmiðið var að vekja löngun landsmanna til að kaupa og snæða hrossaket í kreppunni, en margir hafa veigrað sér við því að leggja sér gæðingana til munns. Sögusetrið um íslenska hestinn stóð fyrir hrossaveislunni.

Og það er ekkert erfitt að elda hrossakjöt, segir matreiðslumaðurinn. Galdurinn sé að taka knapann fyrst af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×