Innlent

Dregur úr notkun nagladekkja í Reykjavík

Svifryk hefur farið 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári en mátti einungis fara 18 sinnum yfir á árinu samkvæmt reglugerð.

Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur fullyrðir að nagladekk séu á undanhaldi en þau eru helsti orsakavaldur svifryks að vetrarlagi.

Undanfarin ár hefur dregið úr notkun nagladekkja í Reykjavík. Á liðnum vetri töldust 44% bifreiða á nöglum en 47% árið áður. Veturinn 2001 til 2002 voru 67% bifreiða á nöglum.

,,Nagladekk nýtast í raun illa í Reykjavík og duga góð alhliða vetrardekk betur í flestum aðstæðum. Einnig er vetrarþjónusta gatna góð og þá fáu daga sem færð er slæm er hægt að ferðast um borgina með öðrum hætti en einkabíl," segir í tilkynninug frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur.

Níu af þeim nítján skiptum sem svifryk fór yfir heilsuverndarmörk eru tengd umferð á götum borgarinnar. Sex sinnum olli sandstormur svifryksmenguninni, einu sinni voru það framkvæmdir við Grensásstöðina þar sem mælitækið er og þrisvar sinnum var hún af völdum mengunar frá Evrópu.

Leyfilegt er aka um á nagladekkjum er frá 1. nóvember til 15. apríl.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×