Fleiri fréttir

Jóhann hættir sem lögreglustjóri

Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun tilkynna undirmönnum sínum í fyrramálið að hann hyggst láta af störfum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Jóhann sagði í samtali við Víkurfréttir fyrr í dag að vænta mætti stórra tíðinda á fundi í sínum með starfsmönnum embættisins.

Grátklökkur yfir endurheimtri æru

Eftir tíu ára málaferli hefur Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismaður, endurheimt æru sína en Hæstiréttur sýknaði hann fyrir helgi af ákæru um fjárdrátt. Sjálfur kveðst Eggert hafa verið fórnarlamb pólitískra ofsókna og illmennsku.

Enginn handtekinn vegna morðs

Íslensk kona, Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir, var myrt á hótelherbergi í Dóminíska lýðveldinu um liðna helgi. Hún var stunginn fimm sinnum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Lögreglan rannsakar netperra

Lögreglan rannsakar nú mál þar sem karlmaður á meginlandi Evrópu hefur fengið íslenska stúlku undir lögaldri til að vera með kynferðislega tilburði fyrir framan vefmyndavél. Hættuleg msn-samskipti eru vaxandi vandamál, segir Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Mjólkurvinnsluhætt á Blönduósi

Um næstu áramót mun MS hætta allri mjólkurvinnslu á Blönduósi. Á sama tíma mun framleiðsla bragðefna úr sjávarafurðum flytjast frá Skagaströnd í húsnæði MS á Blönduósi.

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir áleitnum innbrotsþjófi framlengdur

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni til 21. október. Maðurinn er grunaður um innbrot og kynferðislega áreitni gagnvart sex ára stúlku á heimili hennar á Grettisgötu fyrr í þessum mánuði. Húsráðendur vöknuðu við ferðir manns á heimili sínu og hröktu hann út. Hann var handtekinn tveimur dögum síðar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag.

Staðfest farbann yfir rúmenskum sjónhverfingamönnum

Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir tveimur Rúmenum sem ásamt þriðja landa sínum eru grunaðir um að reyna að svíkja fé út úr verslunum og bönkum hér á landi með nokkurs konar sjónhverfingum.

Nafn hinnar látnu

Konan sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu aðfaranótt mánudags hét Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir. Hrafnhildur var fædd 28. mars árið 1979. Hún var einhleyp og barnslaus.

Lögregla leitar stolinna kerra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja kerra sem stolið var úr Mosfellsbæ í í síðustu viku.

Um 250 tilkynningar um grun um líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Rúmlega 250 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur vegna gruns um líkamlegt ofbeldi gegn börnum á síðasta ári og 165 tilkynningar bárust um kynferðislegt ofbeldi. Þetta kemur fram ársskýrslu Velferðarssviðs Reykjavíkurborgar en undir það heyrir barnavernd.

Íslenska konan var stungin til bana

Íslenska konan sem fannst látin í Dóminíska lýðveldinu var stungin með hníf tvisvar eða þrisvar sinnum. Þetta kom fram í fréttum GH sjónvapsstöðvarinnar í landinu í gær.

Vísar ásökunum um sviðsetningu á bug

Ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompás vísar ásökunum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, meints handrukkara, alfarið á bug um að umdeilt myndskeið í þætti gærkvöldsins hafi verið sviðsett æsifréttamennska.

Ráða ráðum sínum varðandi mjölturn

Lögregla og flutningasérfræðingar ráða nú ráðum sínum um hvað gera skuli við níutíu tonna þungan fiskimjölsgeymi sem losnaði og valt af flutningavagni þegar átti að flytja hann frá Grindavík til Helguvíkur í gærkvöldi.

Þorsteinn skýtur fast á Davíð

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega framgöngu Davíðs Oddssonar, eftirmanns síns í formannsstóli og núverandi Seðlabankastjóra, í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þorsteinn gefur í skyn að Davíð hafi farið út fyrir verksvið sitt þegar hann lýsti skömm og fyrirlitningu á þeim sem mælt hafa með upptöku evru í viðtali á Stöð 2.

Tveir unglingar dæmdir fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun 17 ára gamla stúlku í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglukonu í lögreglubifreið við lögreglustöðina í Reykjanesbæ þann 11. Nóvember 2007. Stúlkan beit í lögreglukonuna með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á handleggnum.

Tveir slösuðust í bílslysi á Sæbraut

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á gatnamótum Sæbrautar og Höfðatúns um ellefuleytið í morgun. Að sögn sjúkraflutningamanna er talið að bifreið hafi farið yfir á rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hún rakst á aðra. Ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Íslensk kona finnst látin - Var beitt ofbeldi

Ræðismaður Íslands í Dóminíska lýðveldinu segist hafa fengið þær upplýsingar að íslensk kona sem fannst látin í landinu á sunnudagskvöld hafi verið beitt ofbeldi.

Kaupmáttur rýrnar áfram

Kaupmáttur í landinu hefur rýrnað um rúm fimm prósent á síðustu tólf mánuðum ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu.

Fiskimjölsgeymir valt af vagni

Tuttugu og sjö metra hár og níu tíu tonna þungur fiskimjölsgeymir, sem átti að flytja á dráttarvagni frá Grindavík til Helguvíkur í gærkvöldi, valt af vagninum skömmu eftir að lagt var af stað með hann.

Erlend togaraáhöfn fór mikinn á Akureyri

Sjómenn af breska togaranum Marbellu, sem kom til Akureyrar í gærmorgun vegna bilunar, þustu frá borði, fóru beint í ríkið og slógu svo upp einskonar bryggjuballi.

Crown Princess ekki til Reykjavíkur

Skemmtiferðaskipið Crown Princess, sem er eitt hið stærsta og glæsilegasta sinnar tegundar á heimshöfunum um þessar mundir, kemur ekki til Reykjavíkur á morgun eins og fyrirhugað var.

Eyðilögðu fólksbíl

Skemmdarvargar eyðilögðu í nótt fólksbíl, sem eigandinn hafði orðið að skilja eftir bensínlausan á mótum Reykjanesbrautar og Vatnsleysustrandarvegar í gærkvöldi.

Benjamín Þór: Ég er fórnarlambið

Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari, segist vera fórnarlamb Kompás og lögð hafi verið fyrir hann gildra. ,,Ég tel mig vera fórnarlambið. Ragnar er bara píslarvottur og tálbeita þeirra til að gera spennandi þátt fyrir þjóðina," segir Benjamín. Spurður hvort að lögð hafi verið fyrir hann gildra segir Benjamín: ,,Já, það er bara þannig."

Árni sækist ekki eftir forstjórastöðunni

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sækist ekki eftir því að verða næsti forstjóri Landsvirkjunar en undanfarið hefur hann verið orðaður við stöðuna.

Davíð bætir ekki ástandið

Magnús Stefánsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, segir að Seðlbankann skorti trúverðugleika og trausts og að innlegg Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, í viðtali á Stöð 2 í seinustu viku ekki vera til þess að fallið að bæta ástandið.

Sjálfsvíg fátíð á geðdeildum

Hundruð manna eru lagðir inn á geðdeildir Landspítalans á hverju ári vegna þess að hætta er talin á að þeir svipti sig lífi. Afar fátítt er að mönnum takist að fremja sjálfsvíg inni á geðdeildum og þeir eru öruggari inni en úti í þjóðfélaginu, segir yfirlæknir bráðamóttöku geðdeildanna.

Sjúklingum ekki mismunað

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir telur að ekki sé verið að mismuna sjúklingum varðandi aðgang að nýju lyfi fyrir MS-sjúklinga. Sérfræðingur á taugadeild Landspítalans kennir aðstöðuleysi um að ekki hefur tekist að gefa öllum lyfið sem talið er að hefðu gagn af því.

ESB: Evruhugmynd Björns útilokuð

Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar, segir að Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hafi útilokað að Ísland geti tekið upp evru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kom fram á fundi þeirra í dag.

Helguvíkurálver í uppnámi

Álversframkvæmdir í Helguvík eru í uppnámi þar sem Hafnarfjarðarbær leggst gegn nýrri Suðurnesjalínu nema spennistöð við Hamranes verði flutt langt út fyrir bæinn.

Sorgleg afstaða LÍÚ

Það er sorglegt að íslenskir útvegsmenn treysti sér ekki til að gangast undir trúverðuga vottun um sjálfbærni fiskveiða á Íslandsmiðum. Þetta segir talsmaður MSC-vottunarsamtakanna, en LÍÚ segir þau stunda mafíustarfsemi gagnvart fiskveiðum Íslendinga.

Líkamsárás í fyrsta Kompásþætti vetrarins

Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á Ragnar Ólaf Magnússon fyrrum veitingamann. Fjallað verður um líkamsárásina í fréttaskýringaþættinum Kompási eftir fréttir Stöðvar 2.

Áframhald á lengsta farbanni Íslandssögunnar

Hæstiréttur hefur staðfest þá ákvörðun héraðsdóms að fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna skuli áfram sæta farbanni vegna rannsókna efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum brotum hans.

Lögregla neitar sök í 10-11 máli

Lögreglumaður, sem ákærður hefur verið fyrir að hafa tekið ungan pilt kverkataki í verslun 10-11 í Grímsbæ í lok maí, neitar sök í málinu.

Sjá næstu 50 fréttir