Innlent

Lögregla leitar stolinna kerra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja kerra sem stolið var úr Mosfellsbæ í í síðustu viku.

Annars vegar er um að ræða ND-415, yfirbyggða, tveggja öxla, gráa að lit og hins vegar óskráða kerru, sérsmíðaða, opna, tveggja öxla, með lágum skjólborðum, galvaniseruð.

Kerrurnar má sjá á meðfylgjandi myndum. Sá sem getur gefið upplýsingar um hvar kerrurnar eru niðurkomnar er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögregluna á höfðuborgarsvæðinu í síma 444-1100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×