Innlent

Davíð bætir ekki ástandið

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Magnús Stefánsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, segir að Seðlbankann skorti trúverðugleika og trausts og að innlegg Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, í viðtali á Stöð 2 í seinustu viku ekki vera til þess að fallið að bæta ástandið.

Magnús segir á heimasíðu sinni að Davíð hafi sýnt gamalkunna takta í viðtalinu frá því að hann var sjálfur í eldlínu stjórnmálanna.

,,Þar að auki gerði hann lítið úr sjálfum sér með því hvernig hann talaði um þá sem eru ekki á hans línu í umræðunni um gjaldmiðilsmálin og annað sem tengist efnahagsmálum. Í raun og veru talaði seðlabankastjórinn ekki sem seðlabankastjóri í þessu viðtali, heldur sem eitthvað allt annað," segir Magnús og bætir við að það sé ekki boðlegt að seðlabankastjóri komi fram með þessum hætti.

Það er mikilvægt að Seðlabankinn njóti trausts og að tekið sé mark á því sem bankinn er að gera hverju sinni, að mati Magnúsar. ,,Ef litið er til annarra landa, þá virðast seðlabankar almennt njóta trausts og aðgerðir þeirra hafa raunveruleg áhrif."

Magnús telur að meiri þungi eigi eftir að færast í umræðuna um taka taka peningamálastjórnina til endurskoðunar og að gera verði breytingar á stjórnun Seðlabankans.

Pistil Magnúsar er hægt að lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×